Andvari - 01.01.1879, Page 95
Brjef frá Norvegi.
9«
í tvo flokka og' aðgreina hvern fyrir sig, sjóurriða
(seörret) og vatnaurriða (ferskvands-örret, forelle). Sá
jeg hvorutveggja á fiskasafninu í Bergen, og vildi
Jensen gjöra töluverðan mun á þeim. Sjóurriðinu
þykir allteins fínn og góður fiskur eins og laxinn,
sjer í lagi seinni hluta sumars, því þá er hann feit-
astur ; en þar eð fremur lítið fæst af honum, er hann
ekki talinn verzlunarvara til útlanda; í sjónum veið-
ist hann opt í fyrirdrætti. þessi sjóurriði er friðað-
ur jafnt laxinum alstaðar þar sem hann gengur jafn-
framt honum, en í ám þeim, sem hann gengur í og
laxinn eklci, er hann ófriðaður.
Áll (aal) veiðist í Norvegi bæði í sjó og vatni;
í sjónum næstum eingöngu með svipuðu veiðigagni
eins og það, sem brúkað er fyrir humar; karfan er
nokkuð mjórri og lengri, og hefir innganginn að eins
í annan enda. Hinn endinn er svipaður að lögun
eins og flöskustútur, og þar er agnið fest, er ginnir
fiskinn inn. Fiskur þessi þykir lostæti og var þess
vegna ætíð dýr á bæjartorgunum, en þangað sájeg
opt koma töluvert af honum. í Stafangri sá jeg einu
sinni mjög digran ál, fast að því eins og framhand-
legg á manni, en ekkert lengri heldur en það fiska-
kyn gerist; kölluðu fiskimenn hann „aaledreng“, og
sögðu mjög sjaldgæft að hann fengist.
Silungur (röi, rör) er í Norvegi að eins í fersku
vatni, lækjum og stöðuvötnum, og líkist vatnasilungi
hjá oss (bleikju) að öðru leyti en því, að hann verð-
ur aldrei eins stór í Norvegi eins og hjá oss, eptir
þeim silungum, er jeg sá og mjervarsagt umstærð
hans. Jeg sá þennan silung bæði í Stafangri og
Bergen — auk þess á fiskasafninu — og vár hann all-
ur eins, litið eitt minni en það sem vjer köllum lag-
netstækan silung, bleikgulur að lit á hliðunum, og
með óskírum dröfnum. Fæst silungur aldreií sjón-