Vaka - 01.07.1927, Side 7
[vaka]
ÖRÆFI OG ÖRÆFINGAR.
213
eru rauð og gul, skriður úr gráhvítum vikri og kolgljá-
andi hrafntinnu, hraun á öllum aldri og með ýmiss
konar blæ. Þar verpa svanir við heitar laugar undir
Torfajökli og klöngrast fjaðrasárir og stirðfættir yfir
brattar hraunkvíslar til þess að komast á kalt vatn.
En þó er enn girnilegra til fróðleiks að halda áfram
förinni lengra austur. Öræfajökull seiðir. Eg sá hann
fyrst af hlaðinu á Kirkjubæjarklaustri, roðinn í síðdegis-
sól eftir margra daga votviðri. Þarna gnæfði þessi geysi-
mikla bunga, með tindum og hnúkum upp úr, en skrið-
jöklarnir féllu eins og fossar niður hlíðarnar og breidd-
ust fram á Iáglendið. Svipmeiri sjón er ekki til á íslandi.
Og það eykur enn áhrif hennar, að hugurinn veit uin
meira en augað sér. Undir þessum jökulrótum er manna-
hyggð, milli falljöklanna eru bæir — Öræfasveitin.
II.
Öræfajökull er á höl'ða miklum, sem gengur suður úr
miðjum Vatnajökli. Hann er hæsta fjall á fslandi og það
vill svo einkennilega til, að hann blasir við skipaleið-
inni til Norðurálfu. Hann sendir íslendingnum, sem utan
fer, síðustu kveðjuna og fagnar honum fyrstur, þegar
hann hverfur heim aftur.
Niður úr fannbungunni ganga skriðjöklar á þrjá vegu.
Þó að hér sé einhver veðursælasti blettur á landinu,
ganga skriðjöklarnir alveg fram á láglendið, niður undir
sjávarmál. Snjóþunginn er svo mikill efra og hlíðarnar
svo brattar, að ísinn gengur fram jafnótt og hann þiðnar.
Undir fjallsrótunum eru fáeinir grasblettir innan um
auðnir og jökla. Á þessum blettum standa bæirnir í
hálfhring, átta að tölu. Þetta er Öræfasveitin. Frá Skafta-
felli, innsta bænum að vestan, að Kvíaskerjum, austasta
bænum, eru nærri fimm milur danskar og margar illar
ár á leiðinni.
Bæirnir í Öræfum eru því býsna einangraðir. Hitt er
þó meira, hversu einangruð sveitin i heild sinni er frá