Vaka - 01.07.1927, Side 8
214
SIGUKÐUR NORDAL:
[VAKA;
uinheiminum. Fyrir norðan er Vatnajökull, sunnan
hafnlaus strönd Atlantshafsins (öræfi þýðir hafnleysa
í fornu máli), austan Breiðainerkursandur, vestan Skeið-
arársandur. Eg ætla að lýsa Skeiðarársandi ofurlitið.
Yfir Breiðamerkursand hef eg ekki farið, en hann nmn
sízt vera minni torfæra. Það er alkunnugt og átakanlegt
dæmi um einangrun sveitarinnar, að engar mýs eru í
Öræfum. Hefur því lengi verið trúað, að gömul álög væri
því valdandi. Eiins og gefur að skilja, hafa því Öræfingar
ekkert að gera með ketti, og ber það vott um sómatil-
finning kisu, að henni er þar ekki líft. Eru ýmsar sögur
um það. Nýlega tók Öræfingur kött af skipstrandi og
reiddi heimleiðis á hnakknefinu. Var kisa hin hress-
asta, þegar hann kom að Skeiðará, en á leiðinni yfir
ána varð hún bráðkvödd. Jafnvel tófan, sem annars
lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna, hefur aldrei
unnið það til lambakjöts Öræfinga að leggja á sand-
ana. Nærri má geta, að þessi einangrun hafi mikla
örðugleika i för með sér. Sú var tíðin, að Öræfingar urðu
að sækja kaupstað alla leið vestur á Evrarbakka eða
austur á Djúpavog. Seinna var sótl til Paþóss og Víkur.
Nú flytur Skaftfellingur vörurnar upp að sandinum og
er jió fullerfitt að nálgast þær. Lækni verður að sækja
vestur á Síðu eða austur í Hornafjörð. í fyrravor var
veik stúlka, sem þurfti að komast í sjúkrahúsið á
Breiðabólstað, flutt á kviktrjám yfir Skeiðarársand.
Riðu tólf menn lausríðandi með kviktrjánum alla leið.
III.
Fyrir austan Síðuna og eystri kvísl Eldhraunsins
mikla tekur FIjótshverfið við. Það er fámenn sveit, en
fögur og fjölbreytt, fóllcið kjarngott og merkilegt. Aust-
asti bær í Fljótshverfi er Núpsstaður. Þar blasir Lóma-
gnúpur við, þverhníptur að framan, um 2ö()0 fet á hæð
og nærri því eitt standberg niður á sand. Fyrir austan
gnúpinn, milli hans og Skeiðarárjökuls, falla Núpsvötn