Vaka - 01.07.1927, Síða 24
230
JÓN PÁLSSON:
[vaka]
logn. Bátar allir, er úti voru, leituðu lands, svo fljótt sem
unnt var, og réru upp að sundunum og komust að eins
tveir þeirra inn úr slyndrulaust, á slettingslögum. Þriðja
hátnuin, með 4 mönnum, barst á þannig, að þeir tveir,
er réru bakhorðsinegin, festu árarnar í sjónum, sem
sópaði þeim sjálfum, með hástokkum og ræðum útbyrð-
is og skolaði þeim út í brimgarðinn, án þess nokkurt
viðtit væri til að bjarga. Hinir tveir, sem á stjórnborða
sátu, áttu nú úr vöndu að ráða, þar sein ræðin af hinu
borðinu, svo og árarnar, voru flotin útbyrðis og þeir
staddir úti á miðju sundinu, albrima. Tók þá annar
þeirra, Torfi Jónsson frá Seli, til þess snjallræðis, sem
lengi mun í minnum haft, að hann lagði ár sinni út á bert
borðið og réri við kné sér inn úr sundinu og bjargaði
þannig sjálfum sér og félaga sínum frá bráðum og ber-
sýnilegum dauða. Torfi þessi var föðurbróðir Einars
Þórðarsonar, dyravarðar í Njrja Bíó, þrekmaður mikill,
en þó hniginn að aldri, er þetta varð, og sýndi þrekvirki
það, er hann vann í þetta sinn, að gott lag og lipurð, en
loðbandshandtök engin, þurftu til, svo að vel færi.
Hinir bátarnir allir lögðu frá til Þorlákshafnar og
lentist þar vel, þrátt fyrir það, að þar var einnig stór-
brim. Er mörgum enn í minni, hve há og hrikaleg ald-
an var á leiðinni út í Þorlákshöfn, einkum úti fyrir
mynni Ölvesár, því hún huldi langsamlega hæstu fjöll
og var djúp lægð í kollinum á þeim flestum.
Svo langt var á kvöldið liðið, er lent var í Höfninni,
að luepið þótti, að hægt væri að ná í ferju í Óseyrarnesi
áður en ferjuinenn færu alfari heim. Fyrir því voru
tveir menn valdir úr vinahópnum til þess að kalla ferj-
una, áður en fólk gengi til náða í Óseyrarnesi. Var Helgi
nokkur Þorsteinsson annar þeirra, er til þessa var val-
inn, fótlipur maður og frár á fæti, en liinn var ég, þá
15 ára, og var þetta ein hin fyrsta virðingar- og vegtyllu-
staðan, sein mér var falin, nema ef vera kynni sú, að
reka kýrnar og moka fjósið. Við lögðum síðan af slað,