Vaka - 01.07.1927, Síða 25
[vaka]
HORNRIÐI OG FJALLSPERRINGUR.
231
og fórum í fyrstu sem eldur yfir akur, þó af okkur drægi,
er á Ieið, því löng og erfið var leiðin og þvi erfiðari sem
lengra dró austur á bóginn. Skipverjar þeir, er eftir voru,
brýndu förum á flóra, fönsuðu færur sínar og farvið og
lögðu siðan af stað i hámót á eftir okkur.
Eftir nokkra fyrstu sprettina fékk ég all-hlálegan
hlaupasting og hafði þvi ekki i fullu tré við Helga, sem
var léttur sem hind og lagði drjúglega land undir fót,
þó enginn háleggur væri né hrikamenni, en hann
skondraði á undan mér sem skopparakringla á sæúrg-
um og sléttum eyrunum Skeiðið á enda.
Það var hvorttveggja, að við Helgi höfðum lítið næði
til að tala saman á þessari löngu leið, sem og hitt, að
naumast heyrðist mannsins mál fyrir brimniðnum og
öldubrakinu, þó i bláhvíta logni væri og bezta veðri, en
er að Hásteinum dró, heyrðum við þó fram undan okk-
ur ámátlegt og eymdarkennt hljóð, sem við í fyrstu gát-
um ekki gert okkur grein fyrir, hvað væri. Við runnum á
hljóðið, hærra upp á Háamelinn, unz við hittum fyrir
okkur ungan og íturvaxinn brimil, sem bylti sér í sandin-
um, en sem bráðlega bjóst til varnar, ef á væri leitað,
enda var þar urta hans, ung og fögur, að kæpa og
hafði komizt hart niður, en nú voru þrautir hennar
um garð gengnar og gleðin skein í augum hennar. Vit-
anlega kom okkur Helga ekki til hugar að hrella þessi
fögru og föngulegu hjón, sem nú, sennilega I fyrsta
sinni, áttu því láni að fagna, að þeim var ofurlítill angi,
grár eða grænklæddur Faraósniðji, i heiminn borinn.
Mér hefir oft í hug koinið síðan, hve ógurleg sú ásök-
un hefði verið og ill samvizka að okkur lagzt, hefðum
við, sjálfir nýsloppnir úr dauðans hættu, farið að reyna
að myrða þessi fögru frygðardýr, enda datt vist hvor-
ugum okkar það í hug. Við glöddumst af því, að við
hefðum hvorki annað né meira að gjört en það, að
forvitnast um hagi þeirra og heimilisástæður þarna í
kveldkyrðinni uppi á Háamel og hlupum svo sem fæt-