Vaka - 01.07.1927, Side 28
234
JÓN PÁLSSON:
[vaka]
prikið, veðurnar og broddurinn o. s. frv. sást úti fyrir,
hvenær sem út yfir borðstokkinn var litið, enda voru
flest skipin svo marhlaðin, að létta varð mjög á þeim,
áður en lent var. Sjávarströndin öll, inn í Skötubót og
langt inn með Skeiði, var ein samfelld og slitalaus fisk-
hrönn, og féll hún vist að mestu leyti í hlut Hafnarbónd-
ans, sem sjálfsagður hiutur, fyrir góðan beina, er hann
vann fjölda þeirra, er fiskinn áttu og fyrir hrakningi
höfðu orðið þá um daginn. En þar voru og margir þurra-
l)úðarmenn, sem engu síður en hann gjörðu sitt til að
hrakningsmönnum vegnaði vel um nóttina, svo og all-
ir hinir mörgu formenn og hásetar, er búðirnar gistu.
Alstaðar var krökt af aðkomumönnura,og þóttu þeir úr
helju heimtir.
3. Hinn 13. júlí 1901 voru vegagjörðarmenn við vega-
vinnu austur í Mýrdal; gátu þeir hvorki hamið sig né
haldið niðri tjöldum sínuin fyrir austan-sterkviðri og
steypiregni. Um sömu inundir var hægur sólfarsvindur
og sólarhiti vestur í Þorlákshöfn. Þar gekk þó sjórinn
þá svo hátt á land upp, að manna varð út bát heiman frá
bænum suður yfir túnið til þess að bjarga kúnum, sem
verið höfðu á beit frammi í nesinu um daginn. Kúla hef-
ir víst sjaldan sézt kemba hvitari hærur eða skauta
hærra faldi en þá, og öli var Breddan brimfallandi sjóir,
sem í samfelldu falli náðu alla leið sunnan fyrir Sýslu
og langt inn fyrir Skötubót. Er slíkt sjaldgæf sjón á
sumardegi og i biíðulogni. — Langvarandi rosatíð lagð-
ist að eftir þetta, sem jafnan þá, er slík hornriða-
veðrátta fær yfirhöndina.
hann einnig oft: „Fiskur á hverju járni!“ Var það venjulega
nefnt asfiski, en ördeyða, ef litið var. Sbr. „Sjaldan er upsi i
ördeyðu". — „Andinn, prikið“ o. s. frv. átti við það, að ]) r e n n -
i n g i n sæist og gcngi hún við staf, ýmist án eða með veðrum
og broddi, eftir þvi sem á stóð.