Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 36
242
ÁGÚST BJARNASON:
[vakaJ
þessu er þó ekki að sjá og í það ekki að horfa, sem fer
til ræktunar landsins, ef það kemur að gagni. Og nú
er Ræktunarsjóðurinn nýstofnaður með 2% mill. króna
höfuðstól. Ætti hann að geta orðið öflug lyftistöng und-
ir ræktun landsins; ætti þó ekki að verja lionum, hvorki
til húsabygginga né jarðakaupa, heldur aðallega til ný-
ræktar, t. d. til þess að yrkja upp þá 1 millíón hektara
af auðræktanlegu mýrlendi, sem til kvað vera í landinu.
Ætla ég svo að ljúka þessu stutta yfirliti yfir land-
búnaðinn með einu litlu þríliðu dæmi, sem raunar allir
geta reiknað upp eftir mér. Ef þeir 23 þúsund ha., sem
nú eru taldir ræktaðir, geta framfleytt þeim 43 þús..
manns, sem nú lifa á landbúnaði, hvað ætti þá 1 millíón
ha. af velræktuðu landi að geta framfleytt mörgum?
Reikningslega er svarið þetta: einni millión átta hundr-
uð og sjötíu þúsund manns! En þótl vér gerum ekki
ráð fyrir meiru en 1 millión manna , er gætu lifað hér
á landbúnaði, þá er það ærið nóg til að sýna, hvílíka
feiknarlega framtíðarmöguleika landið felur í sjer. Það
bíður að eins, og hefir nú raunar beðið í jjúsund og
fimmtíu ár, eftir mönnum, sem kunna að yrkja það og
rækta. Vér höfum því nóg að gera næstu fimmtíu árin,
að vinna oss nýtt land; og oss er óhætt að fjölga mann-
fólkinu upp á það, að landrýmið er nóg og nóg að rækta.
Vér þurfum því ekki að leita í önnur lönd né aðrar
heimsálfur til þess. Hér er nóg land og nægilegt að gera,
ef menn að eins kunna það og nenna því. Nú eru á-
veitusvæðin ein hér sunnanlands orðin svo stór, að þau,
ef vel væri á haldið, gætu framfleytt um 40 þúsund'
manns.
Sjávarútvég'ur. Þá komum vér að þeirri at-
vinnugreininni, sem markar einhver stærstu framfara-
sporin, er stigin hafa verið á síðustu fimmtíu árum.
En þau eru svo risavaxin, að fæstir mundu geta gert
sér grein fyrir þeim, ef tölurnar væru þar ekki til stuðn-
ings og frásagnar. Svo að ég nefni strax lágmark og há-