Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 37
[vaka]
FRAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA
243
mark þeirra talna, var flutt út árið 1873 ai' verkuðum
saltfiski sem næst 27.106 skp., en 1925 nam útflutning-
urinn alls 340.000 skippundum. Útflutningur saltfisks
hefir því meira en tólffaldazt á þessum 52 árum.
Árið 1873 eru um 3400 opin skip og bátar og 66 þil-
skip á öllu landinu. Um aldamótin eru opin skip og bál-
ar um 2000, en þilskipaflotinn er þá orðinn uin 150 skip.
Upp úr þvi fer útvegurinn að breytast, mótorbátar og
togarar koma til landsins og fjölgar þeim mjög ört og
nærri samtímis á öllu landinu, en árabátum fækkar að
sama skapi. 1904—05 er fyrsti togarinn „Coot“ skráð-
ur í Hafnarfirði, en „Seagull" 1906 í Reykjavík. Þó ber
þilskipaflotinn enn ægishjálm yfir önnur skip. Árið
1904 eru þilskipin 159 og samtals 7386 smálestir að
stærð; en næstu tvö árin er tala skipanna 169 og 175
og rúmlestatalan 8252 og 8076. En svo hefst togara-
öldin 1907 með „Jóni forseta“ og „Mars“. 1913 eru
togarnir orðnir 18 talsins og eiga þeir þá 24.?% af allri
fiskframleiðslunni, en árabátar og mótorbátar minni en
12 tonna 21.3%. 1917 eru togararnir orðnir 20, en róðr-
arbátar eru þá 1072 og mótorbátar 404. Eiga togarar
24.0% af öllum afla, róðrarbátar 23,i% og mótorbátar
28,„ %. Fækkar þá togurum aftur í bili af því, að helm-
ingur þeirra var seldur til útlanda sakir styrjaldarinn-
ar. En eftir að friður komst á, fjölgar þeim fljótt
aftur, einkum 1920, og nú munu nærfellt 40 togarar á
öllu landinu. Á síðari árum hafa svonefnd línugufu-
skip eða „línuveiðarar“ bæzt við í hópinn og voru þeir
orðnir 33 talsins árið 1925. En skv. skipaskrá þeirri,
er gerð var það ár, var fiskiskipaeign landsmanna
þessi: 36 togarar, 33 línugufuskip, 62 mótorskip stærri
en 30 lestir, 20 seglskip og 452 smámótorbátar minni
en 30 smálestir; má við þetta bæta 100—200 smámótor-
bátum auk róðrarbáta, sem nú eru ekki lengur taldir.
Fiskframleiðslan hei'ir aukizt þannig, að árið 1898
hafði hún liðlega tvöfaldazt frá því, sem lnin var 1873;