Vaka - 01.07.1927, Page 38
244
ÁGÚST BJARNASON:
Lvaka]
1904 ferfaldazt, 1913 fimmfaldazt, 1922 áttfaldazt og
1925 liðlega tólffaldazt frá því, sem hún var 1873.
Geipifé liggur nú auðvitað í þessum skipastól, en út-
gerðin er nú orðin svo dýr, að hún horgar sig varla
sakir hins lága verðs á saltfiskinum. Flest togara-
félögin eru hlutafélög, stofnuð með samtökum, og
mótor- og línuskip eru líka oft eign fleiri eða færri
manna. Landssjóður hefir lagt lítið sem ekkert bein-
línis til þessa atvinnurekstrar, því varla er teljandi, þótt
ríkissjóður hafi lagt tæpa % millíón króna til Fiski-
félagsins frá því er það var stofnað 1911 til 1925. Nii
er þó fiskframleiðsla vor orðin 40—50 millíónir gull-
króna á meðalfiskiárum á móts við hérumbil 5 mill. kr.
1874—75.
A ð r a r f r a m f a r i r . Hér skulu nú stuttlega tald-
ar aðrar framfarir, sem landssjóður, og nú síðan 1918
ríkissjóður, hafa átt mestan þátt í fyrir fjárframlög
þingsins frá 1874 og fram til 1924.
Varið hefir verið til vega og brúa liðugum 8 mill.
króna, en fyrir þetta hafa verið byggðir 1. flokks ak-
vegir, er neina 439 km„ og 2. flokks akvegir, er nema
296 kin. Þetta eru samtals 735 km. eða um 100 mílur
þjóðvega og sýsluvega, sem vér eigum nú um landið
þvert og endilangt, þar sem ekkert var áður nema veg-
leysur og troðnar götur. í ráði er óslitin akbraut úr
Borgarnesi alla leið til Húsavíkur; á hún að vera kom-
in norður í Skagafjörð 1932, en alla leið til Húsavíkur
1940. Brýrnar, sein hér til heyra, eiga að vera full-
gerðar fyrir 1930.
Liðugri 1 million króna hefir verið varið til þeirra
16 höfuðhrúa, sem byggðar hafa verið á landsins kostn-
að síðan 1890, að Ölvesárbrúin var hyggð. Alls hafa ver-
ið settar upp 19 járnbrýr og 73 steyptar brýr, en þetta
eru mannvirki, sem fyrnast seint og geta jafnvel staðið
um aldur og ævi, ef þeirra er vel gætt og ófyriséðar
hyltingar af náttúrunnar völdum, svo sem jökulhlaup