Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 40
246
ÁGÚST BJARNASON:
[vaka]
Landsspítalann, sumpart fyrir almenn samskot og sum-
part af almannafé. Er áœtlað, að hann kosti nokkuð á
2. mill. króna, og verður þá bráðum búið að verja 6
mill. króna til opinberra bygginga. Loks má telja það
viðburð í byggingu landsins yfirleitt, er einstakir menn
tóku að bvggja úr steinsteypu í stað torfs og grjóts eða
timburs, sem feyskist og gengur úr sér á tiltölulega
skömmum tíma, en þessi steinsteypuökl má segja að
hafi runnið upp í Reykjavík um og eftir 1910 og síðan
er þvi nær einvörðungu byggt úr þessu efni, að minnsta
kosti í Reykjavík.
Þá hefir verið varið liðlega iy2 mill. króna til vita,
leiðarljósa og sjómerkja hringinn í kringum
strendur landsins. Fyrir þessa fjárhæð hafa verið byggðir
23 stærri vitar og 23 minni, auk 32 leiðarljósa og 42
sjómerkja víðsvegar um strendur landsins, einkum þó
um suðurströndina, sem hefir verið vörðuð með svo-
nefndum leiðarstikum um endilangan Breiðamerkur-
sand og Skeiðarársand alla leið að Eldvatnsós. Eru
þrjú skipbrotsmannahæli á þessari leið, eitt við íngólfs-
höfða, annað á Kálfafellsmelum og þriðja í Máfabót, og
er þetla mikill menningarvottur á móts við það, sein
áður var.
Loks hefir einum 5 mill. króna verið varið til h a f n -
a r g e r ða o g 1 e n d i n g a , sem engar voru áður til,
byggðar af manna höndum, aðrar en varir fvrir smá-
báta. Stærsta mannvirkið af því tæi er auðvitað Reykja-
víkurhöfn, hyggð 1913—17, fyrir liðugar 3 mill. króna;
þá Vestmannaeyjahöfn, sem kostaði orðið ríkissjóð 1922
um 1 y2 mill. króna, og loks hinn annálaði brimbrjótur
í Bolungarvík, sem orðinn er að sannkallaðri „aftur-
göngu“ á fjárlögunum af því, að hann bilar jafnharðan
og hann er bvggður. Nokkrar bryggjur hafa og verið
byggðar með landssjóðsstyrk víðsvegar um land, á
Torfunefi, í Hafnarfirði, á Blönduós og ísafirði, Stykk-
ishólmi og Húsavík, en miklu fleiri hafnarvirki og lend-