Vaka - 01.07.1927, Page 53
[vaka]
FRAMFARIR SÍÐUSTU 50 ÁRA.
259
ári sex síðustu árin. En þar koma auðvitað líka verð-
breytingar krónunnar til greina. En hverl stefnir nú með
þessu háttalagi?
Þjóð, sem ekkert á, og hefir iengst af hangið á hor-
riminni alla leið frá landnámstíð, lætur sér sæma að
eyða i áfengi það og tóhak, sem selt er opinberlega,
annað árið (1920) allt að 4 mill. króna, en liitt árið
(1923) 3% millíón. Þar við bætist svo alt það áfengi og
tóbak, sem smyglað kann að hafa verið inn í landið og
kann að hafa numið lágt reiknað á 2. mill. króna. En
þá eyðir þessi Jitla þjóð í vín og tóbak um 5 inill. króna
á ári eða allt að 50 kr. á ári á hvert mannsbarn í land-
inu. Og aðgætandi er, hverjir eyða þessu. Það eru ekki
brennivinsberserkirnir gömlu, sem álasa ber fyrir nautn
þess brennivíns og vinanda, sem talið er fram, því að sú
nautn var 1880 um 3 pt. á mann, en var 1924 að eins
0.4 lítri (ótalin eru þó þar öll hin smygluðu, sterku
vín, whisky og cognak, sem stórlaxarnir og þeirra fylgi-
fiskar neyta); en það eru þeir, sem neyta Spánarvín-
anna, er halda prócentunni við, svo að hún, að því er
vínföngin snertir, er hin sama nú (1924) eða þó öllu
hærri en hún var 1880, 1% pottur á mann. Og það eru
ekki tóbaksmennirnir gömlu, sem halda tóbaksbrúkun-
inni við, því að hún hefir farið niður úr 1., kg. á mann
1880 niður í 0.8 kg. á mann 1923, heldur er það Iaus-
ingjalýðurinn og slæpingjarnir í Reykjavík og annars-
staðar, sem aldrei láta deyja í vindlunum og vindling-
unum; en sú nautn hefir ferfaldast síðan 1880, úr 0.04
á mann upp í 0.16.
Um hina óhóflegu sykureyðslu landsmanna frá því,
sem áður var, verður að tala varlega, því að líkindum
kemur bæði kaffið og sykurinn i kaupstöðum i stað
mjólkurneyzlunnar til sveita áður. Þó mætti sjálfsagt
fækka sætindabúðunum í Reykjavík að nokkrum mun,
án þess að landstjón hlytist af, eins og loka mætti sum-
um veitingastöðunum þar.
En það tjáir sennilega ekki að tala til óhófs- og laus-