Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 59
[vaka]
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ.
265.
varp þess efnis. Breytingarnar, sem þar var stofnað til,
voru þær, að ráðherra skyldi vera einn, þing skyldi háð
annaðhvert ár, og að kjörtímahil þingmanna, er kosnir
voru í sérstökum kjördæmuin, skyldi vera 6 ár, en kjör-
tími landskjörinna þingmanna 12 ár. Voru lireytingarn-
ar rökstuddar með því, að hvorki væri nauðsynlegt að
hafa ráðherra fleiri en einn, né að halda þing oftar en
annaðhvert ár, og mundu breytingarnar hafa sparnað
í för með sér. Áætlaði flutningsmaður, að með þing-
fækkuninni mundu sparast um 50.000 kr. á ári til jafn-
aðar, þó aukaþing yrðu haldin að öðru hvoru, og 10.000
kr. mundu sparast við ráðherrafækkunina árlega. Þá
taldi hann það og myndi vinnast við þinghald að eins
annaðhvert ár, að stjórninni gæfist hetra næði til und-
irbúnings löggjafarmála.
Frumvarpið gekk til 5 manna nefndar. Áttu sæti í
henni 2 menn úr Framsóknarflokki, Ingólfur Bjarnar-
son og Þorleifur Jónsson, 2 menn úr hinu svonefnda
Sparnaðarhandalagi, flutningsmaður frumvarpsins og
Einar Þorgilsson, og einn maður úr Sjálfstæðisflokki,
Magnús Pétursson. Nefndin þríklofnaði. Voru Fram-
sóknarmennirnir og Sparnaðarbandalagsmennirnir sam-
mála um, að þing skyldi að eins haldið annaðhvert ár, en
Magnús Pétursson mótfallinn því. Hinsvegar voru Fram-
sóknarmennirnir mótfallnir fækkun ráðherra, en Magn-
ús Pétursson gat gengið að þeirri breytingu, ef þingum
yrði ekki fækkað. Hann vildi og gera ýmsar aðrar breyt-
ingar á stjórnarskránni og kom fram með breytingartil-
lögur í þá átt. Voru merkustu breytingarnar þær, að
landskjörið skyldi afnumið og þingið skipa að eins eina
málstofu. Hinir 4 voru aftur á móti andvígir frekari
breytingum á stjórnarskránni, og lýsti flutningsmaður
því yfir fyrir þeirra hönd við aðra umræðu í neðri deild,
„að þeir séu á móti öllum breytingum á henni nema sín-
um eigin breytingártillögum", og er það óneitanlega
sæmilega ákveðin afstaða til málsins, meðan óséð var,.