Vaka - 01.07.1927, Síða 62
268
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
stofu, kosningarréttar- og kjörgengisskilyrði rýmkuð að
miklum mun og þjóðaratlivæði lögboðið um þingmál, ef
3500 kjósendur óska þess skriflega. Við meðferð ináls-
ins á þingi var stjórnarfrumvarpið lagt til grundvallar,
svo að þessar tillögur Héðins komu aldrei til umræðu
eða atkvæða, nema að því leyti, sem hann bar nokkrar
þeirra, þ. e. tillögurnar um kosningarrétt, kjörgengi og
þjóðaratkvæði, seinna fram sem breytingartillögur við
stjórnarfrumvarpið, og náðu engar þeirra samþykki.
Frumvarp Tryggva Þórhallssonar miðaði að því einu að
fækka þingum og' var borið fram af sparnaðarástæðum
eins og frumvarp stjórnarinnar.
Málið gekk síðan í gegnum báðar deildir þingsins með
þeim úrslitum, sem áður voru greind. Ýmsar breyting-
artiJlögur koniu fram, sem eigi náðu samþykki. Voru
]iær flestar af litlu atriði og skal þeirra því eigi frekara
getið. Þó má geta þess, að deiluatriðin frá fyrri þing-
unum, fækkun ráðherra og afnám landskjörsins, komu
fyrir þingið lika að þessu sinni, og náði hvorug sú
breyting fram að ganga. Af nefndarálitunum er það að
sjá, að mesta ágreiningsefnið hafi verið lenging kjör-
límabilsins enda náði tillaga stjórnarinnar uin það at-
riði eigi fram að ganga.
Á s t æ ð u r breytinganna. Það er bert, bæði
af umræðunum um stjórnarskrármálið á þingunum 1923
og 1924, og af athugasemdunum, er frumvörpunum hafa
fylgt, að flutningsmönnum þeirra, að Héðni Valdi-
marssyni undanskildum, hefir fyrst og fremst gengið
það til að spara landssjóði fé með þessum breytingum.
Sparnaðurinn gengur eins og rauður þráður i gegnum
allar umræðurnar. Aðalbreytingarnar, sem um hefir ver-
ið að ræða, eru fækkun ráðherra og fækkun þinga. Þing-
menn hafa þótzt sjá þar leik á borði, að spara mætti
ríkissjóði útgjöld í báðum þessum atriðum. Vegna þess-
ara breytinga einna og vegna þess eins, að þær eru tald-
ar hafa sparnað í för með scr, voru frumvörpin borin