Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 64
270
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
ári og eitt árið tvö þing. AÖ visu voru þaö nokkuð sér-
stakar ástæður, stjórnarskrárbreytingar, ófriðarástandið
og sambandsmálið, sem lágu til þess, að aukaþing voru
haldin á þessuin árum, en við þetta vöndust menn því
að hafa þing á hverju ári, og það var því eigi að furða,
þó að það nýinæli væri tekið upp i stjórnarskrárfrum-
varpið 1919, að reglulegt Alþingi skyldi framvegis
háð á ári hverju. Jón Magnússon koinst svo að orði um
þetta atriði, er hann lagði frumvarpið fram á þinginu
1919: „Þá er eitt atriði, sem eg býst ekki við að sæti
neinum mótmælum. En það er að Alþingi skuli haldið
á hverju ári. Reynslan hefir orðið sú, að mestan hluta
þess, sem af er þessari öld, hefir Alþingi verið haldið
árlega. Þessa virðist líka full þörf einlcum vegna fjár-
laganna, því að ólíkt mun reynast betur að gera fjár-
hagsáætlun fyrir að eins eitt ár í senn“. Jóni Magnússyni
varð að vísu eigi að ætlun sinni um, að þetta nýmæli
mundi engum mótmælum sæta, því breytingartillögur við
þetta atriði frumvarpsins komu fram í báðum deildum,
í neðri deild frá Pétri Ottesen, og í efri deild frá Guðm.
Ólafssyni og Halldóri Steinssyni, en báðar féllu þær með
miklum atkvæðamun, tillaga Péturs ineð 16 atkv. gegn
5 og tillaga þeirra Guðmundar og Halldórs með 9 atkv.
gegn 2. Sýnir þetta, að þá taldi yfirgnæfandi meiri hluti
þingmanna rétt að halda reglulegt þing á hverju ári.
1923 er mikill meiri hluti kominn á gagnstæða skoðun.
Hafa þar gjörzt skyndileg veðrabrigði.
Fækkun þinganna er, eins og áður var getið, studd
með þessum rökum:
1° Óþarft er að halda reglulegt Alþingi oftar en annað-
hvert ár.
2° Sparnaður er að því að hafa þing að eins annað-
hvert ár.
3° Stjórnin fær betra næði til að undirbúa löggjafar-
mál, ef þing er að eins haldið annaðhvert ár.
Eg geri ráð fyrir, að allir séu sammála um það, að