Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 69
[vaka]
STJÓRNARSKRÁRMÁLIÐ.
275
eru sett fyrir eitt ár, er gjört ráð fyrir, að hvort um sig,
tekjur og gjöld, nemi 10 milj. og 400 jnis. kr., en í fjár-
lögunum fyrir 1914 og 1915, tveggja ára fjárlögum,
voru tekjurnar áætlaðar að eins 3 mill. og 700 þús. kr.
og gjöldin 4 mill. I>ó að segja mætti, að tveggja ára fjár-
hagstímabil hafi gefizt þolanlega fyrir 1914, þá eru allar
ástæður nú svo breyttar, að engar líkur eru til, að það
gefist jafn vel nú. Að taka nú tvéggja ára fjárhagstima-
bi! upp aftur er að stíga spor aftur á bak, og sé það
nokkurs virði fyrir ríkið að vita fótum sinum forráð
í fjármálum, þá er J)að víst, að 50 j)ús. krónurnar, sem
sparast eiga ríkissjóði með því að halda reglulegt Al-
þingi að eins annaðhvert ár, tapast við tveggja ára fjár-
hagstímabilið, og ineira en J)að.
Afleiðingin af þessu nýmæli verður óhjákvæmilega sú,
að þingið verður ver fært en áður um að rækja starf
sitt. Úr því má að vísu bæta nokkuð með því annaðhvort
að láta þingið silja lengur í hvert sinn en nú er gjört, eða
að halda aukaþing allt al' öðru hvoru. En hvort sem held-
ur yrði gjört, þá yrði sparnaðurinn, sem aðallega átti að
réttlæta [)essa lireytingu, minni. Og að einu leyti væri ver
farið en heiina setið. Lenging fjárhagstímabilsins væri
tvímælalaust afturför. Það er líka bersýnilegt, að þing-
inenn hafa verið harla trúarveikir á ágæti þessarar
breytingar. í frumvarpinu er mælt svo fyrir, að meiri
hluti jiingmanna hvorrar deildar geti krafizt þess, að
aukaþing sé haldið. Og ekki nóg með það. Heimilað er
að ákveða með lögum, að reglulegt Aljiingi skuli háð
árJega. Enn fremur stendur heimild konungs til að
kveðja Alþingi til aukafunda óbreytt. Það er þess vegna
jirefaldur varnagli sleginn við þessari breytingu og er
jiað að vísu gott og blessað út af fyrir sig, en óneitanlega
fer illa á slíkri hálfvelgju í sjálfri stjórnarskránni.
Fáeinum orðum skal hér minnst á þá röksemd, að
þinghald annaðhvert ár myndi veita stjórninni meira
næði til undirbúnings löggjafarmála. í umræðunum um