Vaka - 01.07.1927, Side 80

Vaka - 01.07.1927, Side 80
BAUGABROT. [vaka] 286 um leið frá sér drungaleg hljóð og hálfkæfð, og þó orðaskil, en ég komst að efninu. Þeir stundu: —• V i ð knýjum vagninn áfram, við, sem erum þúst- aðir. Það erum við, sem knýjum hann áfram í sveita okkar andlitis og með helaumt bakið. Rykið á vegun- um hefur þurkað upp í okkur kverkarnar og blindað augun, og eggjagrjótið sker okkur inn í hold. Enginn vill við okkur kannast, svo hraklega leiknir sem við erum og útataðir í for. Enginn litur við okkur, eng- inn þakkar okkur. En við erum það nú samt, sem knýj- um vagninn áfram. Og orðin dóu út i ógreinilegu umli. En nú tóku hest- arnir að hneggja, gljáandi á skrokkinn og vel til hafðir, og það var eins og þeir hrópuðu: — Þegið þið þarna, rykhámar! Þið eruð vesöl verk- færi og annað ekki. En v i ð erum frjálsbornir synir nátturunnar, sem lifum á gróðri jarðar og sækjum þrótt úr sjálfri móðurmoldinni. Lítið á, hvað við höf- um tígulegan höfuðburð, styrka vöðva og stæltan gang! Og berið þið síðan um, hverjir það eru, sein koma skriðinum á vagninn. Þið getið ekki annað en snúizl í eilífan hring, en kæmuzt aldrei fetið áfram, ef við drægjum ykkur ekki með okkur, við, sem drögum allt eins og það leggur sig. Og hestarnir hófu upp höfuðin af miklum þótta. En ökumaðurinn hnarreisti í einkennisbúningnum kýmdi á framsætinu og sagði: — Þið skuluð nú ekki verða allt of baldnir af sjálfs- áliti. Mikil ósköp, þið eruð þarfagripir, og það er líka virt við ykkur, því að þið hafið kappnóg af höfrum og vistlegt hesthús. En það skuluð þið láta ykkur nægja, því að það, sem fram yfir er, er frá hinum vonda. Vagn- inn væri laglega kominn, ef þið mættuð lifa og láta eins og þið vilduð, ef ekki væru taumarnir að halda aftur og svipan að herða á. Gáið að þvi, að það er ég, sein stýri, og það á svo að vera, og getur heldur aldrei öðruvísi orðið. Og hann gerði smell með svipunni til frekari áherzlu orðum sinum. En sá, sem inni sat í vagninum, roskni maðurinn íbyggni, sagði upphátt, svo sem við sjálfan sig, og brosti af meðaumkun: — Allt af eru og verða mennirnir samir við sig. Láttu þá hafa einkennisband á höfuðfatið, silfurborða
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Vaka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.