Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 80
BAUGABROT.
[vaka]
286
um leið frá sér drungaleg hljóð og hálfkæfð, og þó
orðaskil, en ég komst að efninu. Þeir stundu:
—• V i ð knýjum vagninn áfram, við, sem erum þúst-
aðir. Það erum við, sem knýjum hann áfram í sveita
okkar andlitis og með helaumt bakið. Rykið á vegun-
um hefur þurkað upp í okkur kverkarnar og blindað
augun, og eggjagrjótið sker okkur inn í hold. Enginn
vill við okkur kannast, svo hraklega leiknir sem við
erum og útataðir í for. Enginn litur við okkur, eng-
inn þakkar okkur. En við erum það nú samt, sem knýj-
um vagninn áfram.
Og orðin dóu út i ógreinilegu umli. En nú tóku hest-
arnir að hneggja, gljáandi á skrokkinn og vel til hafðir,
og það var eins og þeir hrópuðu:
— Þegið þið þarna, rykhámar! Þið eruð vesöl verk-
færi og annað ekki. En v i ð erum frjálsbornir synir
nátturunnar, sem lifum á gróðri jarðar og sækjum
þrótt úr sjálfri móðurmoldinni. Lítið á, hvað við höf-
um tígulegan höfuðburð, styrka vöðva og stæltan gang!
Og berið þið síðan um, hverjir það eru, sein koma
skriðinum á vagninn. Þið getið ekki annað en snúizl
í eilífan hring, en kæmuzt aldrei fetið áfram, ef við
drægjum ykkur ekki með okkur, við, sem drögum allt
eins og það leggur sig.
Og hestarnir hófu upp höfuðin af miklum þótta. En
ökumaðurinn hnarreisti í einkennisbúningnum kýmdi
á framsætinu og sagði:
— Þið skuluð nú ekki verða allt of baldnir af sjálfs-
áliti. Mikil ósköp, þið eruð þarfagripir, og það er líka
virt við ykkur, því að þið hafið kappnóg af höfrum og
vistlegt hesthús. En það skuluð þið láta ykkur nægja,
því að það, sem fram yfir er, er frá hinum vonda. Vagn-
inn væri laglega kominn, ef þið mættuð lifa og láta eins
og þið vilduð, ef ekki væru taumarnir að halda aftur
og svipan að herða á. Gáið að þvi, að það er ég, sein
stýri, og það á svo að vera, og getur heldur aldrei
öðruvísi orðið.
Og hann gerði smell með svipunni til frekari áherzlu
orðum sinum. En sá, sem inni sat í vagninum, roskni
maðurinn íbyggni, sagði upphátt, svo sem við sjálfan
sig, og brosti af meðaumkun:
— Allt af eru og verða mennirnir samir við sig.
Láttu þá hafa einkennisband á höfuðfatið, silfurborða