Vaka - 01.07.1927, Síða 81
vaka]
BAUGABROT.
287
á ermina eða einhvern þann hégóma í höndina, sem hér
í heiminum á að tákna vald og mannvirðingar, og óð-
ara vekur þ'etta glingur hjá þeim geysiháar hugmyndir
um sjálfa sig, að þeir séu alveg ómissandi. Eins og til
dæmis hrokagikkurinn þarna uppi í ökusætinu. Mundi
hann ekki sitja þarna og bera sig til eins og það sé
hann, sem alll velti á, hann og svipan hans. Hann
gleymir því, að svipan er ekki annað en verkfæri, að
hann er sjálfur ekki annað en verkfæri í annars manns
þjónustu. Hann gáir ekki að því, að vagninn fer þangað,
sem hann fer, af því að é g vil svo vera láta. Og af
hverju vil ég svo vera láta? Af því að hann á að fara
þangað, af því að ég ætla honum það í sérstökum til-
gangi. Það er hin skynsamlega hugsun, það er hinn
stefnufasti vilji, það er andinn, sem á upptökin og
stjórnar öllu. Öllum hlutum stjórnar andinn, hinum
smæstu jafnt sem hinum stærstu, og það er einnig
hann, sem kemur vagninum af stað.
Og hann þagnaði og virtist sökkva sér niður í hugs-
anir sínar. En ekillinn hlaut að hafa heyrt eitthvað al'
því, sem maðurinn sagði, því að hann tautaði fyrir
munni sér:
— Það væri gaman að vita, hvernig andinn færi að
ráða við vagninn, ef ekki væru taumar og svipa til
hjálpar.
En hestarnir hneggjuðu:
— Það væri gaman að vita, hvað stoðaði taumar og
svipa, ef ekki væru hestar til að draga.
En i hjólunum marraði:
■— Það væri gaman að vita, hvað liestarnir hefðu að
draga, ef hjólin slitu sig undan og settu allt um.
Merinirnir voru svartir i framan, og óstjórnlegt hatur
skein út úr hlóðhlaupnum augunum.
En á undan vagninum hljóp veiðihundurinn, hvítur
með svörtum dílum, lók stór stökk og gjammaði hátt,
til þess að leiða að sér athygli:
—■ Horfið á mig ! Látið hina eiga sig! Horfið á
mig ! Allt af er ég á undan! Vagninn eltir mig! Ég
ræð ferðinni! Ég einn! Enginn annar! Spyrjið þið fé-
Iaga mína!
Og óðara en hann sleppti orðinu voru þeir þar komnir,
félagarnir, og var engu líkara en þeir hefðu sprottið upp
úi' jörðinni fyrir ákallið eitt. Þvílíkur aragrúi, stórir og;