Vaka - 01.07.1927, Page 82

Vaka - 01.07.1927, Page 82
288 BAUGABROT. [vaka] sináir, svartir og hvítir, gráir og gulir, rauðir og mórauð- ir, auðvirðilegir rakkar og aðrir af kostakyni, grimmir bolabítir og kjagandi lágfætlingar, ofaldir flatnefir og geðill togintrýni, skynugir loðbelgir og traustir Ný- fundnalandshundar. Og þessi iðandi og morandi beðja æpti í aðdáun og vegsemd: — Horfið á h a n n ! Enginn getur hlaupið á við hann. Allt af er hann fremstur. Það sýnir bezt, að hann er foringi. — Hlustið á hann ! Enginn getur gelt eins hátt og hann. Hann hefur hæst af öllum. Á því skal höfðingj- ann marka. Og hávaðinn magnaðist og þvagan varð þéttari, en mig hryllti æ meir við þessum kynblendingum, sem voru hundar og þó ekki hundar, ferfætt kvikindi með svip og látæði, sem minnti á tvífætt. Og veiðihundurinn hafði sjálfur orðið fyrir umskiftum, tekið á sig annað gefvi, andlit, sem ég þekkti . . . en hvað ég kannaðist við það . . . en hvar hafði ég séð það . . . ? Meðan þessu fór fram, hafði vagninn borið að vega- mótum, og þar beygði hann af þjóðbrautinni inn á álmu til vinstri. En veiðihundurinn hafði ekki tekið eftir þessu fyrir ákafanum að sýna listir sínar, og anaði áfram beint af augum í sömu stefnu sem áður. Allt í einu virtist hann fara að gruna margt, leit við og sá, hvers kyns var. En hann varð ekki uppnæmur fyrir þessu. í Ioft- köstum sentist hann þvert úr leið, yfir girðingar, sem fyrir honum urðu, og fram fyrir vagninn aftur, á nýja veginum. Allt gerðist þetta í hendingskasti. Síðan hall- aði hann undir flatt og skárenndi augunum aftur með sér, til þess að vera á verði gegn álíka meðferð í annað sinn, og var nú enn gleiðari og gjammaði hærra en nokkru sinni áður: — Horfið á mig! Horfið á mig! Vagninn eltir mig! Ég ræð ferðinni! Enginn annar! Ég einn, ég einn! Og félagar hans æptu fagnaðaróp sem einum rómi: — H a n n kemur vagninum áfram, h a n n kemur vagninum áfram! Enginn getur það annar! Hann einn, hann einn! Og digurbarkaleg rödd tók sig upp úr og öskraði: — Heill sé höfðingjanum, sem alltaf er fremstur! Og hinir tóku undir, og ýlfrið, sem þeir ráku upp, var svo hræðilega ámátlegt, að ég hrökk upp og vakn-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Vaka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.