Vaka - 01.07.1927, Síða 82
288
BAUGABROT.
[vaka]
sináir, svartir og hvítir, gráir og gulir, rauðir og mórauð-
ir, auðvirðilegir rakkar og aðrir af kostakyni, grimmir
bolabítir og kjagandi lágfætlingar, ofaldir flatnefir og
geðill togintrýni, skynugir loðbelgir og traustir Ný-
fundnalandshundar. Og þessi iðandi og morandi beðja
æpti í aðdáun og vegsemd:
— Horfið á h a n n ! Enginn getur hlaupið á við
hann. Allt af er hann fremstur. Það sýnir bezt, að hann
er foringi.
— Hlustið á hann ! Enginn getur gelt eins hátt og
hann. Hann hefur hæst af öllum. Á því skal höfðingj-
ann marka.
Og hávaðinn magnaðist og þvagan varð þéttari, en
mig hryllti æ meir við þessum kynblendingum, sem voru
hundar og þó ekki hundar, ferfætt kvikindi með svip og
látæði, sem minnti á tvífætt. Og veiðihundurinn hafði
sjálfur orðið fyrir umskiftum, tekið á sig annað gefvi,
andlit, sem ég þekkti . . . en hvað ég kannaðist við það
. . . en hvar hafði ég séð það . . . ?
Meðan þessu fór fram, hafði vagninn borið að vega-
mótum, og þar beygði hann af þjóðbrautinni inn á álmu
til vinstri. En veiðihundurinn hafði ekki tekið eftir þessu
fyrir ákafanum að sýna listir sínar, og anaði áfram beint
af augum í sömu stefnu sem áður. Allt í einu virtist
hann fara að gruna margt, leit við og sá, hvers kyns
var. En hann varð ekki uppnæmur fyrir þessu. í Ioft-
köstum sentist hann þvert úr leið, yfir girðingar, sem
fyrir honum urðu, og fram fyrir vagninn aftur, á nýja
veginum. Allt gerðist þetta í hendingskasti. Síðan hall-
aði hann undir flatt og skárenndi augunum aftur með
sér, til þess að vera á verði gegn álíka meðferð í annað
sinn, og var nú enn gleiðari og gjammaði hærra en
nokkru sinni áður:
— Horfið á mig! Horfið á mig! Vagninn eltir mig!
Ég ræð ferðinni! Enginn annar! Ég einn, ég einn!
Og félagar hans æptu fagnaðaróp sem einum rómi:
— H a n n kemur vagninum áfram, h a n n kemur
vagninum áfram! Enginn getur það annar! Hann einn,
hann einn!
Og digurbarkaleg rödd tók sig upp úr og öskraði:
— Heill sé höfðingjanum, sem alltaf er fremstur!
Og hinir tóku undir, og ýlfrið, sem þeir ráku upp,
var svo hræðilega ámátlegt, að ég hrökk upp og vakn-