Vaka - 01.07.1927, Page 89
[vaka]
BAUGABROT.
295
liti, þá vakti þetta hrylling minn og viðbjóð. Mér fannst
dauðinn sjálfur stara sigri hrósandi út um þessa mál-
uðu grímu. Og í sama vejtfangi virtist mér sem ég sæi
þessa tilgangslausu margra ára baráttu vesalings kon-
unnar til þess að reyna að sýnast svo sem hún ætlaði
aldrei að eldast. Kinnar hennar, sem skiftu þó svo vel lit-
um, voru hreint ekki fagrar ásýndum. Var eins og þær
gerðu gabb að henni sjálfri, viðleitni hennar, hugsjón
hennar og hennar vesalings litlu sál.
Hvers vegna ætti maður líka að hræðast hrukkurnar
og gráu hárin. Að sínu leyti getur þetta litið jafn-fagur-
Iega út og hinn fegursti æskublómi. Fegurðin getur verið
jafn-mikil uin sólarlag sem um sólaruppkomu. Og
stundum er sólsetrið enn fegurra og dýpra. Til eru þau
andlit, sem virðast því elskulegri, því hvítari sem hær-
urnar verða og tímans tönn markar þau betur dulrún-
um sínum. Spékoppurinn er orðinn að hrukku og er þó
engu Ijótari fyrir það, því að þessi hrukka kann að lýsa
sögu heillar mannsævi. En að ætla sér að reyna að slétta
úr hrukkunni eða að hregða yfir hana einhverjum
sviknum æskublæ, er sama og að snúa sögunni upp i á-
deilu á hendur sjálfum sér.
Sé það nú hræðilegt að sjá gamlar konur mála andlit
sín, þá er það viðbjóður að sjá ungar stúlkur gera slikt.
Frá listrænu sjónarmiði er það ljótt, frá andlegu sjón-
armiði enn verra. Það er merki lélegs smekks og Iítil-
sigldrar sálar. Það er rétt eins og menn ætluðu sér að
mála liljuna eða auka á ilm fjólunnar, en hvorttveggja
þetta hefir sömu óþægilegu áhrif á inann eins og þessi
höfgi ilmur, sem sumar konur dreifa í kringum sig og er
líkastur því, að maður sé að vaða óhollar, pestnæmar
þokur. Allt eru þetta merki óheilhrigðs sálarlífs, sálna,
sem hafa misst hina heilbrigðu ást á sannleika og réttu
eðli, en flúið inn í falsið og blekkinguna. Farðinn á
andlitinu nær ekki til kinnanna einna saman, hann set-
ur blett á sálina.
[Úr Pebbles on Ihe Slwre cftir Alplia. — Á. H. /i. þýddi.]