Vaka - 01.07.1927, Page 96
302
RITFREGNIR.
[vaka]
slanda á sama „játningargrundvelli“ og þjóðkirkju
vora.
Fyrsti kafli ritsins ræðir þvi um játningarrit hinnar
ísl. þjóðkirkju. Keinst höf., samkvæmt ummælum dr.
J. H. sjálfs í fyrri ritum hans, að þeirri niðurstöðu, að
þjóðkirkja vor sé játningarlaus að öðru leyti en því, að
hún viðurkenni ritninguna og sérstaklega guðspjöllin
sem mælisnúru á boðun prestanna. Því hefði væntan-
legur söfnuður Þorgeirs sennilega engrar annarar játn-
ingar þurft til þess, að prestsefni hans gæti náð vígslu
(bls. 17—31).
Þá fer höf. að tala um sjálfa vígsluna og kemst hann
jiar að þeirri niðurstöðu, að vígsluþegi gefi biskupi
og vígsluvottum drengskaparloforð um „að jjrédika
guðs orð í anda hinnar ev. lút. kirkju". Til þessa var
Þorgeir reiðubúinn, segir höf.; hann ætlaði að flytja
löndum sínum vestra þenna boðskap og því enn minni
ástæða til að neita honum um vígslu, en biskup vísaði
honum á bug.
Arið 1909 hafði biskup þó sjálfur lýst yfir því i ræðu,
er hann hélt á prestastefnu á Þingvöllum, að heitbind-
ing presta við játningarritin riði algerlega í bága við
höfuðreglu hinnar ev. lút. kirkju, því að ritningin ein,
og þá einkum spámaiina- og postularitin, en þó sérílagi
„evangelium Jesú Krists" sjálfs skykli vera hin eina
óbrigðula mælisnúra fyrir kenningum prestanna. Nú,
1926, neitar biskup prestsefni um vígslu, af því að hann
hyggur, að hinn væntanlegi söfnuður hans sé ekki
bundinn þessum sömu játningarritum, eða þá af þvi,
að söfnuðurinn kunni að vera únítara trúar.
Því fyrra svarar höf. svo, að bæði sé nú heitbinding
jiresta við játningarritin afnumin hér á landi (presta-
heitið var afnumið 1910), og auk þess sé sægur úní-
tara í þjóðkirkju vorri. En, segir hann, neitar biskup
vorum eigin prestaefnum fyrir þá sök um vigslu? Nei.
Hvað er þá að segja um þenna söfnuð á Gimli?
Gerum ráð fyrir, að nokkur hluti Jiess safnaðar séu
únítarar (og J)ó hygg ég, sem þetta rita, að þeir séu
Jjar í miklum minni hluta), er þá svo mikill munur á
únítörum og nýguðfræðingum, að orð sé á því gerandi?
Hiskup segir i þessu sambandi, að únítarar hal'i kost-
að Eyjólf Melan, sem þjónað hefir söfnuði þessum, í
únitaraskóla. En þetta er ekki rétt; hann er guðfræöi-