Vaka - 01.07.1927, Qupperneq 97
[ VAKA
RITFREGNIR.
:í03
kandídat hcðan að heiman og hei'ir engri guðfræði-
menntun hætt við sig vestra. Auk þessa hefi cg per-
sónulega hlustað á prédikun og feriningu hjá Melan í
Árborg vestra 1923 og virtist mcr boðun lians ekki á
neinn hátt frábrugðin lúterskri boðun. Hefi cg sjaldan
verið viðstaddur jafn-prvðilega kirkjulega athöfn, enda
gekk húri mér að hjarta, því að þá skildist mér fyrst,
hvílíkt þjóðræknisstarf prestar vorir vestra eru ao vinna
með þvi að prédika, gifta og ferma á íslenzku. Melan
hefir nú látið af prestsskap og er farinn að nema læknis-
fræði upp á eigin spýtur, að því er ég frekast veit, vest-
ur við Kyrrahaf.
Nokkuð líkt og um söfnuðinn á Gimli má segja uin
hið nýja „Sameinaða kirkjufélag", er landar vestra
stofnuðu 24.. júní 1923 í Winnipeg, þá er ég var stadd-
ur þar. 1 því eru bæði nýguðfræðingar og únítarar, og
því nýtur það nokkurs styrks frá Boston, einkum til
kirkjubygginga; en ég hygg, að únítarar, einnig í kirkju-
félaginu, séu i miklum minni hluta, enda ráða þessir
samhandssöfnuðir og prestar þeirra sjálfir, hvaða trú
þeir hoða og aðhyllast. En kirkjufélagið hefir sjálft, í
3. grein Iaga sinna kveðið svo á um „grundvöllinn":
„Kirkjufélagið játar, að fagnaðarerindi Jesú Krists sé
hin eina sanna uppspretta og regla trúar, kenningar og
lífernis“. Er þetta nú ekki nákvæmlega það, sem J. H.
hélt fram 1909? Og mætti ekki ísl. þjóðkirkjan i þeirri
óreiðu, sem hún nú er, þakka fyrir, ef hún stæði á
jafn-fáorðum og gagnorðum „grundvelli“? Og er það
ekki skrítið, að biskup J. H. skyldi einmitt verða lil
Jjess að halda J)\í fram, að grundvöllurinn væri „allt
annar“?
Fyrsti stofnandi þessara „sambandssafnaða" veslra
var síra Friðrik Bergmann, vinur og samherji J. H. á
Jieim árum. Eins og kunnugt er, reit J. H. trúmála-
greinar í „ísafold" 1913. Síðan er honum hoðið vestur
og hann er gestur síra Friðriks Bergmanns og hans
sinna 1914. Hafði próf. J. H„ sem Jiá var, mjög stappað
stálinu í frjálslyndu mennina vestra að halda l'ast við
skoðanir sínar og hopa hvergi fyrir hinum gamallút-
ersku. Svo kemur hann heim og gefur út trúmálagrein-
ar sínar í bókarformi og tileinkar þær vini sínum, séra
Friðriki 1915. En 1910 semur séra Friðrik uppkast að
lögum „Sambandssafnaðarins" fyrsta í Winnipeg. Hvað