Vaka - 01.07.1927, Síða 110
RITFREGNIR.
[vaka]
316
sætt hann við alla þá ömurlegu vitneskju uni líf og til-
veru, sem áður ollu hugarstríði hans. Steinn Elliði hef-
ir í sárri neyð gripið dauðahaldi í kaþólska trú, reynt
að lifa sig inn í hinar einföldu, skilyrðislausu kenningar
hennar og breyta eí'tir þeim. Hann hefir að minnsta kosti
öðlazt viðfangsefni, sem stillir hug hans og beinir hon-
um í ákveðna átt. Ef til viil dugir trúin honum sem
deyfingarlyf gegn þjáningum sálarinnar, ef til vill stoð-
ar guðsorðið, sem hann venur sig á að hugsa og tala, til
þess að þagga niður allar spurningar, efasemdir, böl-
sýnishugleiðingar. Og í þeim friði, þvi öryggi, sem trú-
in þannig má veita, eru skilyrði til hugarfars- og vilja-
lifsþroskunar, sem ef til vill veitir honum fullnægingu.
Annars endar bókin á spurningu, — endar sem byrj-
un. Hún er í heild sinni að eins kafli úr þroskasögu
órólegs anda, kafli sem skáldið hefir kunnað að gera
óvenju hugnæman og gefa almennt gildi. Því allir hugs-
andi menn hafa reynt eitthvað af innra striði Steins
Elliða.
En hann er frábrigði og einstæðingur fyrir sína eld-
heitu þrá eftir lífi í fegurð og þróun. Önnur meginöfl
eðlis hans eru þessari þrá fjandsamleg, hún brýzt um
og þjáist, rammfjötruð sjálfselsku og mannfyrirlitning,
Örmagnast aðra stundina en bugast ahlrei nema í bili,
Þannig er það brot úr mannsæfi, sem hér er lýst, að-
eins áfangi á löngum ferli þrauta og göfugrar baráttu.
f því er fólgið dýpsta sorgarefni og sterkasta fegurð
píslarsögu Steins Elliða.
Vélstrokkað tilberasmjör.
(Um tilbera og snakk sbr. Þjóðsögur Jóns Árnasonar
I. bindi, bls. 430—435; um vélstrokka sjá auglýsingar).
G. F.
Ágnst Bjarnnson: HIMINGEIMURINN, Ak. 1920.
Nafnkunnur enskur ríthöfundur hefur komizt svo að
orði, að bækurnar v æ r u s k ó I a r n ú t í m a n s.
Þessi ummæli ætti islenzka þjóðin að skilja öðrum
þjóðum fremur, því íslenzk alþýðumenntun hefur fram
á síðasta mannsaldur að mestu hvílt á því, að alþýða
manna hér á landi hefur verið bókhneigðari og ötulli