Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 37

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 37
I Spáð í spíl Framhald af bls. 17 Þannig er stjarnan lögð: Fyrst takið þið úr spilunum alla hundana upp í fimm, fimm- in með. Ef spá skal fyrir konu, er hjartadrottningin leituð uppi, annars kóngurinn. Stokkið spil- in vel, og látið þann, sem spá skal fyrh-, draga með vinstri hendi. Takið síðan efsta spilið, eitt innan úr miðjum bunkanum og það neðsta, og leggið ofan á hjartadrottninguna (eða kónginn) — á hvolf! Þetta eru örlagaspilin, og á þau má ekki gægjast fyrr en síðast. Öll önn- ur spil eru lögð upp í loft. Síðan er lagt eitt spil yfir drottning- una (við skulum ganga út frá, að verið sé að spá fyrir kven- manni) og annað fyrir neðan, eitt vinstra megin og annað hægra megin, síðan eitt upp af henni skáhallt til hægri og þá skáhallt neðan til vinstri, á sama hátt skáhallt ofan til vinstri og ská- hallt neðan til hægri. Síðan aðra röð á sama hátt, og loks þriðju og síðustu röðina frá miðju að ofan réttsælis allan hringinn. Af þeim spilum, sem nú eru eftir, takið þið fjórða spilið og hið neðsta og leggið þau á hvolf við hliðina á stjörnunni. Afgangur- inn af stokknum er lagður til hliðar. Nú er stjarnan fulllögð og þið getið byrjað að ráða hana. Það, sem er hægra megin við hjarta- drottninguna, sýnir það, sem þegar hefur gerzt, það, sem er ofan við hana, táknar það, sem brátt hendir, en vinstra megin og að neðan er það, sem síðar meir verður. Hvert spil hefur sína þýðingu: HJARTA: Ás: trúlofun, bón- orðsbréf. Kóngur: Hinn útvaldi. Drottning: hin útvalda. Gosi: tryggur vinur eða ástfanginn maður. 10: brúðkaup. 9: veizla. 8: eitthvað, sem kemur á óvart, með tígultíu: mikill arfur. 7: ást. 6: Skemmtilegt ferðalag. TÍGULL: Ás: bréf. Kóngur: fyrirmaður. Drottning: vinkona. Gosi: velkominn gestur. 10: mikl- ir peningar. 9: litlir peningar. 8: eigið hús. 7: gjöf. 6: óvænt ferð. LAUF: Ás: eigið heimili (snúi fóturinn á laufinu upp: vonir, sem rætast). Kóngur: ættingi. Drottning: roskin kona. Gosi: maður í einkennisbúningi. 10: Happdrættisvinningur. 9: ergelsi, vinna. 8. tár. 7: tap. 6: vel heppn- að ferðalag. SPAÐI: Ás: sorgarbréf. Kóng- ur: undirförul persóna. Drottn- ing: illmálgur keppinautur. Gosi: varasamur vinur. 10: sorg, veik- indi, greftrun. 9: leiðindi, rógur. 8: sundurlyndi, skilnaður. 7: miss- ir góðs vinar. 6: leiðinlegt ferða- lag, dapurlegur fundur. En nú keraur það erfiðasta: Að túlka stjörnuna. Þar fáið þið tækifæri til að beita ímyndunar- keppinautur, L-K sem þýðir ættingi, gæti bent til þess, að hinn illmálgi keppinautur sé ættingi konunnar — og L-10, sem þýðir happdrættisvinning. Nú skal það tekið fram, að þessa stjörnu lagði byrjandi í tilraunaskyni og er hún því ekki talin bindandi fyrir konuna, sem spáð var fyrir. Sá, sem hefur þjálfað sig í merkingum spil- anna og lagningu stjarna, myndi ef til vill túlka þessa stjörnu á allt annan og viðfelldnari hátt. En þetta ætti að vera ykkur, til- vonandi spámönnum og konum, nokkur stuðningur af stað. En munið, að aldrei má spá með spilum, sem notuð hafa ver- ið til fjárhættuspila, og — ef sá sem spáð er fyrir þakkar fyr- ir spádóminn, eru litlar líkur til að hann rætist. Það er sem sagt til smuga, ef spáin er slæm.... ☆ VIKAN-JÓLABLAÐ 37 • Asparagus • Oxtail • Mushroom • Tomato • Pea with Smoked Ham • Chicken Noodle • Cream of Chicken • Veal • Egg Macaroni Shells • 11 Vegetables • 4 Seasons • SpringVegetable Bragðið leynir sér ekki MAGGI súpurnar frá Sviss eru hreint afbragð MAGGI súpurnar frá Sviss eru búnar tii eftir upp- skriftum frægra matreiðslumanna á meginlandinu, og tilreiddar af beztu svissneskum kokkum. Það er einfalt að búa þær til, og þær eru dásamaðar af allri fjölskyldunni. Reynið strax í dag eina af hinum átján fáanlegu tegundum. MAGGI SUPUR FRÁ SVISS af'li og innlifunarhæfileikum. Þið byrjið á að líta yfir stjörnuna. Sé mikið af mannspilum, á viðkom- andi sér marga aðdáendur. Svo hefst túlkun hinna einstöku spila, og við byrjum skáhallt upp af drottningunni til vinstri: Hún (sú sem spáð er fyrir) fer í óvænt ferðalag (T-6) og trúlof- lofast (H-Á) af ást. (H-7) Þetta stendur þó ekki lengi, því hún glatar góðum vini (S-7), þau ríf- ast og skilja (S-8), en hún leitar huggunar hjá tryggum vini (H-G) Áður heiur hún farið með hin- um útvalda (H-K) í skemmti- ferð (L-6) sem endar illa (S-6), það var einkar grátlegt (L-8), enda skortur á peningum (T-9) og erfiðleikar í sambandi við einkennisklæddan mann (L-G). Og enn eru meiri leiðindi (S-9) í vændum, hún fær sorgarbréf (S-Á) og verður við jarðarför (S-10). En síðan kemur góður gestur (T-G) og færir henni að gjöf (T-7) mikla peninga. (T-10), hún eignast eigið heimili (L-Á), og fær bréf (T-Á) um skemmti- lega ferð (H-6.) En þá syrtir aft- ur ögn í álinn og hún tapar (L-7) húsinu sínu (T-8) en leitar at- hvarfs hjá vinkonu sinni (T-D). Nú er komið að því að líta á hjálparspilin — þessi tvö, sem síðast voru lögð á grúfu hjá stjörnunni. Þau eru L-9, sem þýðir að hún (vinkonan, sem þessum ósköpum er spáð fyrir) verður fyrir nokkrum óþægind- um og verður að leggja á sig töluverða vinnu, og S-K, sem bendir til þess að undirförul per- sóna eigi þar verulegan hlut að máli. Hún ætti því að vera vel á verði gagnvart slíku fólki. Og loks endar spáin á að skoða örlagaspilin, sem enn liggja á grúfu ofan á hjartadrottningunni. Þar eru S-D, sem er illmálgur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.