Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 67

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 67
 AXMINSTE R! i.uiífavejíi um fjötur um fót. Ég verð. líka barón, einhverntíma í framtíðinni, en ég ætla eltki að láta það hafa áhrif á mig. — Þér skuluð reyna að gleyma þessu, sagði Soames. — Ó, nei, sagði ungi maðurinn í bænarrómi. — ég verð að hafa mig allan við, annars glata ég öllum tækifærum. Og til þess að sanna að mér er alvara, þá get ég sagt yður að ég er búinn að fá atvinnu, ég hefi gerzt meðeigandi í útgáfufyrirtæki. Það er auð- vitað faðir minn, sem leggur peningana til. Augu Soames hvíldu rannsakandi á þessum ákafa, unga manni. — Ég hefi ekkert á móti yður, herra Mont, — en Fleur er mér eitt og allt. Eitt og allt, skiljið þér það? — Hún er mér líka eitt og allt. — Það getur verið. Ég er yður þakklátur fyrir að segja mér þetta. En höfum við þá nokkuð að ræða um frekar? — Mér er auðvitað ljóst að þetta er allt undir henni komið, sagði Michael með vonleysisróm. — Það er vonandi að það standi lengi á henni ennþá. Reynsla mín í lífinu hefir ekki gert mig hlyntan því að fólk bindist hjú- skaparböndum í fljótræði. Verið þér sælir, herra Mont, ég skal ekki segja Fleur frá samtali okkar .. :. Eftir miðdegisverðinn elti Soames Annette inn í svefnherbergi hennar. Hún settist við snyrtiborðið, en Soames stillti sér upp fyrir aftan hana, með sundurrifna bréfið í hendinni, sem hann skrúfaði niður í jakkavasa sinn. Hvað skyldi Annette vera að hugsa um? Hann hafði aldrei skilið nokkra konu, nema Fleur. Og hann skildi hana eiginlega ekki heldur. Soames tók skyndilega ákvörðun og rétti fram hendina með bréfinu. - Þetta fékk ég áðan. Ég reif það sundur, en þú getur samt lesið hvað í því stendur.... Annette tók við bréfinu og las það, orð fyrir orð. Svo iét hún það falla niður á borðið og skalf, eins og ai kuldahrolli. — Viðbjóðslegt, sagði hún og reyndi að brosa. — Það er rétt hjá þér, sagði Soames fyrirlitlega, — en er það rétt með farið? — Og ef það væri satt? — Þú viðurkennir þetta þá? sagði Soames og röddin var ísköld. j J___ — Ég viðurkenni hvorki eitt né annað. Það er heimskulegt af þér að spyrja. Maður í þínum sporum ætti ekki að spyrja. Það er hættulegt. Soames gekk einn hring um gólfið til að reyna að ná valdi á til- finningum sínum og ofsalegri reiði. — Manstu hvað þú varst, þegar ég kvæntist þér? Gjaldkeri á veitingastofu! — Og manstu að þú varst helmingi eldri en ég þegar ég giftist þér? Augu þeirra mættust, eins og brugðið væri brandi. — Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig, en ég krefst þess að þú hættir þessu — þessari vináttu, sagði Soames. Annars verð ég sjálfur að tala við þennan náunga. VIKAN-JOLABLAÐ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.