Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 71

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 71
— Hefir Mont eitthvað verið að angra þig, sagði hann, eins og til að leiða talið að öðru. Fleur brosti. — Miehael? Hann er alltaf að angra mig. En það gerir ekkert, hann er svo þægilegur. — Eg er þreyttur, sagði Soames, — ég ætla að hvíla mig fram að mat. Hann fór upp í málverkasalinn, lagði sig á legubekkinn og lokaði augunum. Það var sannarlega ekki lítil ábyrgð að eiga dóttur, sér- staklega þar sem móðir hennar var .... já, hvað var hún eiginlega? Hjálpa henni? Hvernig átti hann að hjálpa henni? Hann gat ekki breytt þeirri staðreynd að hann var faðir hennar. Irene gat heldur ekki..... Mollulegt loftið, blandað höfugri angan frá ánni og mjaðarjurt- inni fyrir utan gluggann sljóvgaði hugsanir hans . . Nokkrum dögum síðar, þegar Soames kom heim, var honum sagt að Fleur hefði farið eitthvað á bílnum klukkan tvö. Fyrir þrem klukkutímum. Hvert gat hún hafa farið? Hann hafði aldrei getað sætt sig við þessa bíla. Honum fannst þeir vera illa þefjandi og æðisleg óargadýr, reyndar táknræn fyrir þetta nýstárlega líf. Eftir því sem hraðinn jókst í kringum hann og yngra fólk lét meira til sín taka, því eldri varð Soames, og líktist stöðugt meira föður sínum, James Forsyte, í hugsun og tali. Það var ekki fyrr en klukkuna vantaði kortér í átta að hann heyrði í bílnum. Honum létti mikið og hann flýtti sér niður. Fleur stóð í forsalnum, náföl en sýnilega ómeidd. -Eg var orðinn dauðhræddur um þig, sagði Soames, — hvar hefurðu verið? — Eg fór til Robin Hill. Fyrirgefðu, pabbi, en ég varð að fara þangað. ... Eg skal segja þér allt seinna. Hún kyssti hann létt á vangann og þaut upp stigann. Þetta var ekki málefni sem hægt var að ræða við miðdegisverð- arborðið, þar sem þjónarnir gengu fram og aftur. Taugaæsandi ang- istin, sem Soames hafði liðið um daginn og feginleikinn yfir því að hún kom ósködduð heim, létti nokkuð skap hans. Þetta líf var ein- kennilegt. Hann var orðinn 65 ára og hafði ekki ennþá meiri stjórn á geði sínu. í smokingjakkavasanum var bréf frá Annettu. Hún ætlaði að koma heim eft.ir hálfan mánuð, og hann var því feginn að hún var á ferðalagi einmitt nú. Hann skotraði augunum til dótt- ur sinnar. Af því hvað hún var innileg við hann, ja, næstum ísmeygi- leg, fann hann það á sér að hún ætlaði að biðja hann bónar, og hann fann með sjálfum sér að það yrði skynsamlegast fyrir hann að láta að óskum hennar. Þegar þau höfðu matazt, var hann búinn að búa sig undir það versta. Hún settist á skemil við fætur hans og lagði hendur sínar ofan á hans. — Elsku pabbi minn, vertu nú góður við mig. Eg varð að hitta Jon, hann skrifaði mér. Hann ætlar að reyna að tala við móður sína, en mér hefur dottið í hug að örlög okkar hvíli í þínum hönd- um. Ef þú talaðir við hana, og segðir henni að það væri engin hætta á því að fortíðin yrði dregin fram í dagsljósið, þá.... Það getur ekki verið svo erfitt fvrir þig að tala við hana núna, aðeins þetta eina sinn, nú þegar faðir Jons er látinn. - Það er alveg útilokað, sagði Soames æstur. — Heyrðu mig nú, pabbi, sagði Fleur, án þess að líta upp, — i rauninni hefur þú ekkert á móti því að tala við hana. Soames þagði. Fleur hafði skellt á hann þeim sannleika, sem hann vildi ekki einu sinni viðurkenna fyrir sjálfum sér. — Þú getur þetta vel, pabbi, ég veit að þú getur það, sagði Fleur og þrýsti hönd hans að kinn sinni. -—- Eg veit þú vilt ekki að ég verði óhamingjusöm alla ævi, eða viltu það kannski? Það sem hún gat verið ísmeygileg, þegar hún vildi fá vilja sín- um framgengt. Og hversu mikið sem hann reyndi að telja sjálfum sér trú um að henni þætti vænt um hann, var hann ekki alveg' viss. Það eina sem hún hugsaði um, þessa stundina, var þessi Jon. Hví skyldi hann hjálpa henni til að ná í þennan náunga, sem fyrir- gerði ást hennar á föður sínum? Eftir venjulegum lögmálum For syteættarinnar var það heimska. Átti hann að koma henni yfir í tjaldbúðir óvinanna, til konunnar, sem hafði orsakað óhamingju hans? Það yrði til þess að þetta eina lífsblóm hans hyrfi úr lífi hans.... Þá fann hann að hönd hans var vot, og hann hrökk við. Hann þoldi ekki að sjá hana gráta. — Jæja, jæja, sagði hann, — ég skal hugsa um þetta og sjá hvað ég get gert. Svona, svona. . . . Soames fór til Robin Hill með lestinni, og gekk frá stöðinni, eft- ir stígnum, sem lá upp brekkuna, og var eiginlega óbreyttur frá því fyrir þrjátíu árum. Hann var þreyttur og sveittur og hann titr- aði af taugaæsingi fyrir þvi sem beið hans. Hann varð að gæta þess að vera nógu virðulegur og láta ekki sjá á sér geðshræringarnar, nú þegar það valt á því að sameina þessar tvær ungu manneskjur, Eina fyrir 4 ára, eina fyrir 12 ára og eina fyrir 35 ára. Já, ég varð var við kúluna. Hafið þér aldrei komið seint lieiin úr jólaboði? V__________________________________________________________________J VIlvAN-JOLABLAÐ 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.