Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 66

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 66
hvað myndi hann gera? Hún gat ekki gert sér grein fyrir því. En ef hann vissi ekkert um þetta ennþá, gat hún þá ekki reynt að koma því í kring að þau gætu gift sig, áður en hann kæmist að þvi? Það var aðeins eitt sem hún var alveg viss um: hún vildi eignast Jon, hvað sem hver sagði.... Soames kom heim frá London og fór strax upp í búningsherbergi sitt, með póstinn. Það voru kvittanir, reikningar fyrir einhverju, sem Fleur hafði tekið út, boðsmiðar á listsýningu.... En síðast reif hann upp bréf, sem byrjaði þannig: Herra! Ég álít það skyldu mína.... Soames leitaði að undirskriftinni, en það var engin undirskrift. Hann var ekki opinber starfsmaður, og hann hafði aldrei fengið nafnlaust bréf. Hann varð órólegur, en hélt áfram við lesturinn: Ég álít það skyldu mína að skýra yður frá að konan yðar er í tigi við útlending. Þau hittast leynilega tvisvar í viku. Þér œttuð sjálfur að geta komizt að þessu, og séð að ég segi sannleikann. Ég hefði ekki blandað mér í þessi mál, ef þetta hefði ekki verið ómerkilegur útlendingur. Fullur viðurstyggðar lét Soames bréfið detta í gólfið. Viðbrögð hans voru líkust að hann hefði kveikt ljós i svefnherberginu sínu og séð að það var fullt af kakalökum. Hann tók bréfið upp og reif það í tvennt. Svo lagði hann partana saman og las það aftur. Og á þvi augnabliki tók hann eina af þýðingarmestu ákvörðunum lífs síns. Hann ætlaði ekki að láta blanda sér í hneyksli í annað sinn. Nei! Hvernig sem hann nú snerist við þessu, skildi hann aldrei láta neitt ske, sem gæti skaðað Fleur .... Hann var truflaður í hugsunum sínum við það að barið var að dyrum. — Herra Michael Mont er niðri, sagði stofustúlkan, vill herr- ann taka á móti honum? - Já, ég kem niður, sagði Soames, næsta ákafur. Það var gott að fá eitthvað annað til að hugsa um, næstum sama hvað það var. Michael stóð á veröndinni, klæddur sportfötum og reykti sígarettu. Soames virti unga manninn fyrir sér og tilfinningar hans voru nokkuð blandaðar. — Komið þér inn, sagði hann. — Eruð þér búinn að drekka te? — Ég hélt að Fleur væri komin heim, herra Forsyte, en ég er íeginn því að hún er ekki hér. Það er nefnilega þannig mál með vexti að ég er ákaflega ástfanginn af henni, og ég áleit að það væri bezt að þér fengjuð að vita það strax. Það er auðvitað gamal- dags að tala fyrst við föður stúlkunnar, en þér afsakið það kannski. — Sjáið þér, hélt Michael áfram og sneri hattinum rnilli fingranna. þegar maður hefir verið í stríði, þá þarf maður alltaf að flýta sér. — Flýta sér að kvænast og skilja aftur? sagði Soames þurrlega. — Ekki þegar um Fleur er að ræða. Hugsið þér yður að þér væruð í mínum sporum. Soames ræskti sig. Rökfærsla piltsins var furðulega skýr. — Fleur er of ung, sagði hann. — Hún er ekkert of ung, herra Forsyte, við verðum fljótt full- orðin núna. í mínum augum er faðir minn hreint barn, mér finnst hann lítið hafa þroskazt, en hann er barón, og það hefir verið hon- Otsála Máls oo menninoar 196 Þrennskonar árgjald sem félagsmenn geta valið um: a) Kr. 650,00: l'yrir |)iið fá félagsincnn Tímarit Máls og menningar og tvæ.r bækur. !>) Kr. 1.000,00: fyrir það fá félagsmenn Tímaritið og fjórar bækur. c) Kr. 1.280: lyrir það fá félagsinenn Tímaritið og sex bækur. Félagsmenn sem greiða árgjald a) eða b) velja sér tvær eða fjórar bækur. Auk þess fá allir félagsmenn í kaupbæti nýtt hefti af bókaflokknum Myndlist: Paul Gauc/uin. Þeir sem kjósa bækurnar bundnar þurfa að greiða aukagjald fyrir bandið, en bækur 5)- -6) og myndlistarbókin verða aðeins heftar. Með því að reikna tímaritið sem eina bók kostar hver bók (óbundin) félagsmenn tæpar 217 krónur ef þeir greiða árgjald a), 200 krónur ef þeir greiða árgjald b) og aðeins 183 krónur ef þeir greiða árgjald c), og er þá myndlistarbókin ótalin. Verðið fer því lækkandi eftir því sem teknar eru fleiri bækur. Félagsbækur á árinu verða þessar: 1) Jarðfrœði, eftir Þorleif Einarsson. 2) Viðreisn í Wadlcöping, skáldsaga eftir Iljalmar Bergman, þýdd af Nirði P. Njarðvík. 3) Um íslenzhar fornsögur, eftir Sigurð Nordal. 4) Sjödœgrct, eftir Jóhannes úr Kötlum. 5—6) „Pappírskiljur“ 1.—2. Bandaríkin og þrvðji heimurinn eftir David Horowitz, Inngangur að félagsfrœði eftir Peter L. Berger. FJÖLBREYTT BÖKAVAL HAGSTÆÐUSTU KJÖR Á ÍSLENZKUM BÓKAMARKAÐI m JÍL MÁL 0G MENNING LAUGAVEGI 18 V 66 VIKAN-JÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.