Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 29
•>!-
4
4
4
4
*
4
4
4
4
4
x-
*
*
*
4
*
*
*
4
*
*
*
*
4
4
*
*
*
*
4
*
*
i
i
I
4
I
4
4
4
i
4
2t
asl upp eftir ánni og mér var sama
þótt við færum hægt núna. Ég .býst
við að Alísu hafi verið líkt farið,
því hún hvatti mig ekki.
Eftir stundarkorn, þegar þögnin
milli okkar var næstum óbærileg
minnti ég Alísu á að Lenny hefði
haft byssuna, þegar við vorum um
borð í snekkjunni. Hún hefði ekki
þurft að biðja leyfis um að koma
með okkur. Hún hefði getað neytt
okkur til að taka sig, með því að
be'ta byssunni.
— Ég býst við þvi, sagði Alísa.
Þetta var það fyrsta sem hún sagði
við mig, eftir að Montez dó.
— En hún gerði það ekki.
— Nei, hún gerði það ekki.
— Þegar allt kemur til alls, sagði
ég, — bjargaði hún lífi þínu.
- Ha?
— Nú, gerði hún það ekki?
— Jú, ætli það ekki, andvarpaði
Alísa. — Vektu ekki Pollý, hún er
loksins sofnuð.
— Ekkert vekur Pollý núna né
næstu tíu klukkustundirnar, þú
veizt það. Ég vil fá að vita hvað
þú átt við þegar þú segir, ætli það
ekki.
— Hún bjargaði lífi mínu. Kann-
ske bjargaði ég lífi hennar eða
kannske þú hafir bjargað lífum
okkar allra. Mér er sama.
— Vegna þess að þú hatar hana..
— Þú ert ekki sérlega vel gef-
inn, Johnny, er það?
— Ég reyni.
— Nú jæja, hún er horfin. Húrr
er horfin. Þau eru öll horfin og
við höfum Pollý og mér er rétt
sama um allt annað. Ég vil ekki
tala um það.
— Ég er hræddur um að þú
neyðist til þess, sagði ég. — Það
eru þrju lik þarna niðri í fenjunum.
— Við drápum þá ekki, Johnny.
Reyndu að muna það.
— Var þetta gófulega sagt?
— O, Johnny, sagði hún þreytu-
lega. — Hvað viltu að ég geri. Gráti
yfir þessu? Ég hef grátið nóg f
dag. Það eina, sem ég þrái er að
þessi dagur líði og hann er liðinn.
Það er það eina sem mig varðar
um.
— Og eigum við að segja lög-
reglunni það?
Rödd hennar var köld og hörð:
- Hvenær fékkstu þá flugu í höf-
uðið að fara til lögreglunnar?'
Johnny?
— Ég hef verið að hugsa um
það.
— Hættu þá að hugsa um það!
hreytti hún út úr sér.
— Er ekki mál til komið að við
förum til lögreglunnar?
— Nei, Johnny. Ég skal segja
þér hvenær rétti tíminn var til að
fara til lögreglunnar. Það var í
gær, óður en þessi martröð byrj-
aði. Ef þú hefðir þá haft ofurlítið
vit og ofurlítið hugrekki hefðirðu
farið til þeirra og skýrt nákvæm-
lega fyrir þeim hvað gerðist ó neð-
anjarðarbrautarstöðinni og ekkerf
af því, sem gerðist í dag hefði ótt
sér stað. En nú, eins og þú segir,
eru þrjú lík niðri í fenjunum og
það vill svo til að Lenny, vinkona
þín, myrti einn og hún er horfin.
Það er engin leið að $kýra fyrir
neinum, það sem gerðist þarna né
sanna fyrir neinum, hvað gerðist
þarna og ef þú heldur að ég ætli
að láta þetta grúfa yfir mér, það
sem ég á eftir ólifað, ferðu villur
vegar. Þú ferð líka villur vegar ef
þú heldur, að ég ætli að leyfa eigin-
inmanni mínum — hvað sem hann
er — að láta handtaka sig og draga
sig í gegnum yfirheyrslur og rétt-
arhöld, eða dóttir mín verði teymd
upp í vitnastúkuna með öllu því
skítkasti og mannvonzku sem því
tilheyrir —• nei. Nei, við förum ekki
til lögreglunnar. Við látum þetta
kyrrt liggja og þegjum og látum
mólin taka sína stefnu. Skilurðu?
— Hún er ekki morðingi, svar-
aði ég heimskulega og tortryggn-
islega.
— Nújá, hef ég rægt engilinn,
Johnny?
— Montez átti sannarlega skilið
það sem hann fékk.
— Hver ertu, John Camber, að
ákveða hver á skilið að lifa og
hver á skilið að deyja? Hvernig
vogar þú að segja mér að Mont-
ez hafi fengið það sem hann átti
skilið? Þetta væri svei mér falleg-
ur heimur ef við — við öll fengj-
um það sem við ættum skilið.
— Fyrir guðs skuld! hrópaði ég.
— Það var ekki ég, sem kom þessu
í kring. Ég vissi ekki einu sinni að
hún hefði byssu, þú vissir það. Þú
sást hana taka hana upp úr tösk-
unni og þá tókst þú að öskra og
æpa að Montezi og gerðir hann
hálfbrjálaðan svo hann gat ekki
einu sinni miðað á okkur og það
gaf henni tækifæri sem hún þarfn-
■aðist.
— Hvað ertu að reyna að segja,
Johnny? sagði hún lágt. — Að ég
Ihafi drepið Montez?
— Það voru ekki mín orð.
— Hversvegna ekki? Það er satt,
er það ekki? Hann sagðist ætla að
drepa barnið mitt. Ég hata ekki,
Jöhnny, og það er erfitt fyrir mig
■að vera reglulega reið nokkrum,
>en ég held að ég geti drepið hvern
þann, sem ógnar barninu mínu á
þann hátt. — Þar á meðal þessa
pestarjómfrú þína, þessa Lenny.
Ég sagði ekkert fleira. Það var
e'kkert meira að segja.
Síðasta sígarettan mín var flekk-
uð — annaðhvort af skít eða blóði
og þegar ég bauð Alísu hana hristi
hún höfuðið með andstyggð. En
■einhver breyting hafði orðið á mér,
svo ég kveikti í henni og tottaði
hana þakklátur og staraði síðan
hugsi á konu mína. Hún gaf mér
ekkert eftir. Það er sagt að enskar
stúlkur séu blíðar, lágmæltar og
verði góðar eiginkonur og það er
eins satt og hver önnur tíu orða
allsherjarlýsing á heilli þjóð getur
orðið — eða kannske ofurlítið
meira, en ekkert óbrigðult.
Ef til vill var Alísa að hugsa um
ameríska karlmenn í heild sinni;
en ég ákvað með sjálfum mér að;
héðan í frá skyldi ég ekki veðja
svo mikið sem tuttugu sentum á
getu mína til að ímynda mér hvað
Alísa væri að hugsa um.
Þegar við komum að bryggju
bátaleigunnar sáum við dökka þúst
á bryggjunni og ofurlítinn Ijósblett
á þústinni. Þetta reyndist vera
Mulligan með vindil í munninum
og hann var mikið feginn, þegar
hann batt bátinn og hjálpaði okk-
ur upp á bryggjuna. Alísa rétti
honum Pollý svo hún kæmist upp
úr bátnum sjálf, en Pollý vaknaði
ekki. Hún svaf án þess að rumska
til klukkan ellefu næsta dag.
Mulligan hélt varfærnislega á
barninu og gægðist framan í það
og þegar hann rétti Alisu það aft-
ur sagði hann:
— Þetta er falleg og hraustleg
stúlka, frú Camber. Hún á skilið
ærlegt faðmlag.
— Það var ærlegt faðmlag, and-
varpaði Alísa.
— Ég var of kvíðinn til að geta
sofið, Camber, sagði Mulligan við
mig. Ég er lítill karl hérna og það
hefði verið mikið áfall að missa
þennan bát og mótor, svo ég er
himinlifandi að sjá það hér afur.
Svo klöngraðist ég upp úr bátn-
um og hann starði á mig með van-
trú í augum.
— Ut í hverjum djöflinum ertu
smurður?
- Blóði.
— Jesús, blæðir þér?
— Þetta er ekki mitt blóð, herra
Mulligan.
— Þú gætir andskotakornið held-
ur ekki hreyft þig ef svo væri.
Komdu, ég á kaffikönnu í skúrnum
og þú getur sagt mér frá því og
ekki sagt mér frá því, eftir því sem
þér þóknast.
— Ég held ég verði að segja þér
fró þvi. Við fórum inn í kofann.
Hann lagði nokkrar sessur á borð-
ið og bjó til beð handa Pollý, þar
sem hún hélt áfram að sofa, fast
og vel. Svo gaf hann okkur sterkt
kaffi og við drukkum það fegin-
samlega.
— Það er djöfull að sjá þig,
Camber, sagði hann. — Þú ert þak-
in storknu blóði frá hvirfli til ilja
og hárið á þér er eins og skorið
út úr krossviði. í hvaða andskotans
sláturhúsi voruð þið?
— Ég náði barninu mínu, sagði
ég varfærnislega. Þetta var eina
grobbið sem ég lét eftir mér all-
an þennan langa dag.
— Rétt er það. Viltu segja mér
frá því?
— Ef ég segi þér frá því, sagði
Alísa. — Leggjum við okkur í þín-
■ar hendur.
Mulligan rétti fram tvær hrjúfar,
stórar hendur með lófana upp,
fingurnir voru öróttir og liðirnir ó
jþeim stærri en þeir áttu að vera,
ihúðin grómtekin af olíu og föst-
:um óhreinindum. Mjóar, svartar
ilínur, sem sápa náði ekki til.
— Þær eru Ijótar eins og erfða-
syndin, sagði hann. — Þær brotn-
uðu margsinnis, þegar ég var í
bnefaleikunum. Ég var í millivigt
-K
-K
-K
I
-K
-K
$
í sjö ár, enginn meistari en all-
sæmilegur. Ég vil helzt ekki minn-
ast þess tíma, en þetta eru eins
heiðarlegar hendur og hendur ^
obbans, en það segir ekki mikið. -K
Hugsið málið. -k
— Þetta eru góðar hendur, sagði í
Alísa og kinkaði kolli. í
— En það er bara eitt, frú Cam- £
ber. — Ef þið ætlið til lögreglunn- -K
ar, banna ég ykkur að segja mér -k
nokkurn skapaðan hlut. J
— Við ætlum ekki til lögregl- í
unnar, sagði ég. j
Þá hóf Alísa frásögnina. Hún í
sagði vel frá og samvizkusamlega ■*
og þegar hún sagði honum frá því í
sem gerðist á þilfari snekkjunnar í
sagði hún þannig fró því, að ég *
birtist í betra Ijósi en mér bar. Hún -K
gerði þessar athafnir brjálæðinga, J
sem slógust í algjörri örvæntingu, í
að orrustu háðri af viti og gerði j
mig mun hraustari og hugrakkari
en ég ótti skilið. Ekki að hún hafði
sagt ósatt eða ýkt, hún sagði bara
þannig frá því. Mulligan hlustaði
og horfði á mig með sívaxandi
virðingu. Ég vissi ekki hvernig ég
átti að bregðast við þessari virð-
ingu, en mér þótti hún góð.
Þegar Alísa hafði lokið máli
sínu, þagði Mulligan stundarkorn. ,
Hann kveikti í vindlinum og tottaði -K
hann hugsi, svo sagði hann: -k
— Djöfullinn hirði þetta, nú ligg I
ég laglega í því, orðinn í vitorði j£
um morð. -f
-K
— Við erum ekki morðingjar, -K
sagði Alísa. -*c
w
— Hver sá, sem er vitni að morði
eða ýtir undir það á nokkurn hátt, jj
er í vitorði um það. Sá sem veit *
af morði og gerir ekkert I því er í -K
vitorði um það. Hann er í vitorði í
— þú ert í vitorði — ég er í vitorði. J
Ég lét ykkur hafa bátinn, minnizt f
þess. Og hvernig í ósköpunum J
ætlið þið að sanna að þessi Shlak-
mann hafi dáið af blóðmissi?
— Við vitum að svo var.
— Getið þið sannað það?
— Líkskoðun sannar það, sagði
Alísa.
— Kannske já og kannske nei.
Setjum nú svo að hann Camber
okkar hérna hafi brotið á honum
hausinn með hnúajárnunum? Mað-
urinn dó af því að hjartað í hon-
um hætti að slá. En hver er kom-
inn til með að segja hvað kom
hjarta hans til að hætta að slá?
Hér stendur sá, sem ekki kann að
slást, illa að vígi. Og þessi Montez
er ekki ómerkilegur þorpari, hann
er diplómat.
— Það er rétt, samþykkti Alísa.
— Þetta er ærið Ijótt.
— Þetta er erfitt — já. En trúir
þú okkur?
— Ég trúi þér, frú Camber? En
hversu hrein erum við? Spurning-
in er, er hægt að rekja slóðina
hingað til bátaleigunnar, til þín og
eiginmanns þíns?
— Ef svo fer, sagði Alísa, —
sverjum við að við höfum stolið
frá þér bátnum. Það losar þig und-
an öllu.
Framhald á bls. 38
VIKAN-JÓLABLAÐ 29