Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 46
Jfr
Margrét Sæmundsdóttir, fóstra, er löngu þekkt fyrir föndurþætti þá,
sem hún hefur í barnatíma sjónvarpsins, ásamt Gullveigu systur
sinni. Hún hefur orðið við beiðni VIKUNNAR um að gera léttan
föndurþátt fyrir yngsta fólkið. Allir þeir hlutir, sem hún kynnir
hér, eiga sammerkt í því að vera auðgerðir en um leið skemmti-
leg dægradvöl, meðan beðið er jólanna.
I þennan óróa er
notaður koparvír
50 cm (kostar 7
kr. m). Gulllitaður
pappír, rauður og
grænn pappír.
Klippið út hjörtun
og kramarhúsið
og hengið í kop-
arþráðinn eins og
mynd sýnir. Lauf-
blöðin efst í
hringnum eru
gerð úr grænu filti,
rauðar perlur eru
einnig þræddar
á þráðinn.
-5
-íj
-5
■&
■&
-5
-5
-S
■S
LOFTSKRAUT
ENGILL
ÖRÖI
JÖLASVEINN OG
MUNNÞURRKU-
HRINGIR
Klæðið hólkinn með ljósgráu
filti. Saumið húfuna úr rauðu
filti. Límið augu, nef og munn
(úr hvítu og svörtu filti). —
Skeggið er úr bómull.
Húfusnið: Sjá húfusnið í ,,jóla-
skraut í glugga", stærð 10x7
cm.
Klippið renning úr pappír ca. 2x50 cm og
annan renning ca. 3x65 cm. Klippið út
hjörtun og límið á ræmurnar. Límið síðan
ræmurnar saman og myndið tvo hringi.
Klippið 4 þræði af bómullargarni, 50 cm.
festið þá í stærri hringinn með ca. 17
cm millibili. Bindið alla þræðina saman
og festið bjölluna þar 1 (sjá mynd). Set-
ið 4 þræði ca. 30 cm í minni hringinn og
bindið saman eins og myndin sýnir. —
Skreytið síðan efst með silkibandi.
Klippið út engilinn úr stífum pappír. Notið bóm-
ullarkúlu fyrir höfuð. Stingið eldspýtu í bóm-
ullarkúluna og límið höfuðið á bolinn. Búið til
kraga úr mislitum pappír og geislabaug úr gyllt-
um pappír. Hárið er úr gulu filti.
GElSlAflAUGOR
40 VIKAN-JÓLABLAÐ