Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 28

Vikan - 05.12.1968, Page 28
¥¥■¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥•¥¥¥¥■¥¥¥¥¥¥¥¥¥■¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥ /- -x -K * -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -K -Íí -K -K ■K -K -K ■K -K -K -K -K -K -K -K ■K -K -K Feiti maðurinn hafði einu sinni gefið mér hódegismat. Ég segi „einu sinni" af ráðnum hug, því þótt ég hefði étið þennan hádegis- mat á síðasta hádegi, var það nú þegar einhversstaðar í fjarska, og minningin geymdi einnig bragðið af þessum mat, sem var óumdeilan- lega sá bezti er ég hafði nokkru sinni smakkað. Hann hafði líka fyllt mig og hann hafði kennt mér að þekkja ýmis tilbrigði hræðslu og sársauka. Ég var gegndrepa frá hvirfli til ilja af blóði starfsmanna hans, og konan hans sat fjarlæg og skeytingarlaus í stafni báts míns. Af öllu þessu samanlögðu má sjá að kynni okkar voru furðu ná- in, og ég átti erfitt með að skilja hversvegna ég var ekki hræddur, ekki einu sinni kvíðinn. Ef til vill /ar ég of þreyttur. Nokkurskonar tóm hafði náð taki á mér — ekki beinlínis þægileg tilfinning, en raunar ekki óþægileg heldur. Það var sú óskiljanlega kennd, að hvað sem nú kynni að gerast hefði ég lifað það áður; og það get ég alls ekki auðveldlega skýrt. Ég vissi að Montez var að leia að smugu til að komast inn ! okk- ar sund og ég vissi að fyrr eða síð- ar myndi hann finna hana. Nú, þeg- ar ég lít um öxl, virðist mér að ég hefði getað gert ýmislegt gáfulegra en ég gerði, en þessi dagur ein- kenndist á engan hátt af gáfuleg- um athöfnum mínum. Ég hefði get- að haldið í suður og þá hefðu ver- ið töluverðar líkur til þess, að ég gæti hrist Montez af mér í völund- arhúsi mjórra læna, og jafn mikl- ar líkur til að ég hefði komizt heilu og höldnu út á New Ark flóann; en ég var Kkamlega og andlega of þreyttur fyrir feluleik. Ég vildi komast burt, úr þessum fjandans fenjum, þangað sem var fólk, hús og lögregla, svo ég setti vélina í gang, setti á fulla ferð og þaut norður eftir kanalnum. — Ég treysti á að geta ruglað Montez í ríminu. Hann stefndi í suður og ef hann þurfti að fara nógu langt til suðurs áður en hann fyndi leið yfir í mitt sund, kynni mér að lánast að hrista hann af okkur. Norður af mér var víður flói og norður af honum mynni Hackensac árinnar og mér fannst, wr: að þegar við værum komin upp á ána væri okkur borgið. En Montez lét ekki snúa á sig. Um leið og hann heyrði vélina setta í gang og stefna norður eftir, sneri hann sínum báti, tefldi á það tæpa vað að hans sund, eins og mitt, opnaðist út í þennan flóa. Það hlýt- ur að hafa verið honum augljóst og það hefði átt að vera mér aug- Ijóst — og varð augljóst, þegar við heyrðum gnýinn í hraðbátnum á eftir okkur. Ég var ekki nema svo sem hundrað metra á undan hon- um, þegar við komumst inn á fló- ann og hraðbáturinn rann þá vega- lengd á alls engri stundu og nú sigldi Montez við hliðina á okkur með aðra hönd á stýrinu og hina á Lúger skammbyssunni. Ég drap á vélinni, hann drap á vélinni og bátarnir lágu hljóðir, hlið við hlið. Ég sat kyrr með höndina á stýrisarmi utanborðsmótorsins. Alísa þrýsti Polly að sér. Lenny hreyfði sig ekki. Þegar á allt er litið var þetta lé- legur leikþáttur, engin dramatík, engin ástríða né átök, ekkert heimskulegt áhlaup né augljós varnarleikur,- feitur maður og byssa, allt mitt erfiði til einskis. Ég var máttvana og uppgefinn og gat ekki veitt frekari mótspyrnu. Ég held Lenny hafi verið eins far- ið. Hún klúkti þarna í stafninum og hreyfði sig ekki, sneri aðeins til höfðinu svo hún gæti horft ó feita manninn. Eina lífið ( þessum báti var í konu minni, Alísu og dóttur minni Polly, sem þrýsti sér að móður sinni. — Jæja, herra Montez, sagði Alísa. — Hvað ætlarðu að gera núna? Skjóta okkur öll? — Ég hugsa það, svaraði Montez. — Ég hugsa það ekki, hreytti Alísa út úr sér. — Ég hugsa það alls ekki. — Það er ekki ólíklegt að þér vaðið reyk, frú Camber. Eftir allt það, sem ég hef heyrt um yður er ég farinn að dást að yður. En þér eruð langt frá óbrigðul. Yður getur skotizt. — Ég kemst af án yðar aðdáun- ar, herra Montez. — Ég held ég vilji fyrst fá lykil- inn. Svo getum við talað um örlög ykkar. — Lykilinn — lykilinn — lykilinn! sagði Alísa. — Ég er orðin svo þreytt á kjaftaganginum í ykkur um þenn- an andskotans lykil, að ég gæti öskrað! Við höfum engan lykil, herra Montez! Hann er týndur. Við höfum týnt honum. Hann brosti. — Þér eruð sauð- þrá, frú Camber. — Við höfum engan lykil. — Ég held það samt. Eftir á að hyggja, ég þyrfti ekki að drepa ykkur öll. Bara barnið — Þér eruð einstaklega Ijótur maður, herra Montez. — Ég held þetta sé nóg, frú Camber. — Það held ég ekki. Hún gaut enn einu hornauga á Lenny. Tvisvar eða þrisvar hafði Alísa litið snöggt á Lenny, en Montez hafði ekki augun af Alísu. Hún var merkileg kona og hann vissi það. — Nei, ég held ekki, endurtók Alísa. — Varla nóg. Ég gaut auga til Lennyar. Svarta veskið lá við fætur hennar, varla sýnilegt. Hún hafði opnað það og tekið upp úr því litla sjálfvirka skammbyssu með perluskefti og hafði gert það án nokkurrar sýni- legrar hreyfingar. Nú hélt hún skammbyssunni neðan við borð- stokksbrúnina. — Gerið svo vel að þegja, frú Camber, sagði Montez. — Hversvegna, herra Montez? hrópaði Aiísa. — Vegna þess að annars kynni ég að segja yður sannleikann um sjálfan yður. Vegna þess að ég kynni að segja sem er, að þér séuð feitur, hlægi- legur, montinn geldingur? Já, geldingur! Omerkilegur, gráðugur enúki! Ekki matmaður, heldur grísl Já, grís! Frekur í eðli sínu, sneydd- ur ást oð gerir hatur að trúarbrögð- um. Já, lítið á yður, herra Montezl Lítið á yður, ef þér vogið! Ég hélt að Montez myndi detta niður dauður af slagi, svo æðis- gengin og augljós var reiði hans. Feitt, kringlótt andlitið var jafnvel enn rjóðara en venjulega, hann nötraði og skóksf, allur þessi gríð- arstóri skrokkur lék á reiðiskjálfi eins og fat af hlaupi, sem skellt er á borð. Hann reis á fætur og mið- aði Lúgernum á Alísu, en höndin sem hélt á byssunni nötraði af reiði. Hann tók til með hinni hend- inni, til að halda byssunni stöð- ugri og þá skaut Lenny hann. Hún skaut hann þrisvar sinnum, fyrsta kúlan hitti hann beint í enn- ið milli augnanna, drap hann. Hann missti byssuna og hún féll í sjóinn milli bátanna og svo stóð hann þarna eitt andartak og horfði á okkur, tómum augum. Svo lyppaðist hann ofan í hrað- bátinn og bátana tvo rak hvorn frá öðrum. Pollý fól andlitið við barm Alísu og grét lágt. Meðan á öllu þessu stóð hafði Alísa haft sinnu á að gæta þess að Pollý sæi ekkert. Hún heyrði það sem sagt hafði verið en sá ekkert. Lenny horfði á byssu sína and- artak, svo lét hún hana detta ! vatnið, um leið og hún sökk komu upp marglitar loftbólur. 13: MULUGAN: Rétt fyrir neðan leið 46 yfir Hackensac ána er gömul bryggja og þar bað Lenny okkur að setja sig á land. Ég sagði henni að þetta væri viðsjárverður staður að nóttu til og það væri betra fyrir hana að koma aftur til bátaleigunnar með okkur. En henni fannst ekkert vit í því og sennilega hefur það verið rétt hjá henni. En hvað ætlaði hún þá að gera? Hún varð að klöngrast upp á bakk- ann að hraðbrautinni og hvað svo? Hún brosti bara til mín og hristi höfuðið. Ég bað hana að leyfa mér að koma með og fylgja henni að minnsta kosti upp á veginn. — Vertu kyrr hjá konu þinni og barni, Johnny, sagði hún. Pollý var nú sofnuð ( fangi Al- ísu og Alísa sagði ekki eitt einasta orð. Ekkert þakklæti, engar kveðj- ur. Lenny sté upp úr bátnum, stóð eitt andartak á bakkanum og horfði á okkur, svo gekk hún upp ó bakk- ann og byrjaði að klöngrast upp á veginn. Hún var lítil og einmana- leg og nóttin luktist um hana eins og hún væri ekki til. í t Ég hélt áfram upp eftir ánni ó litlum hraða. Ég hefði ekki þorað að gefa fulla bensíngjöf og geys- ¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥+¥¥¥¥¥¥¥■¥¥¥■¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥¥■¥¥¥¥ * 4 * 4 FRAMHALDSSAGAN SÖGU ■k ■K -K -K -K -K í * EFTIR E. V. CUMNINGHAM | ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★^★'^★^^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★'^★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★'^ -K -K -K -K -K 28 VIKAN-JÓLABLAÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.