Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 65

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 65
— Það var alls ekki meining okkar að koma inn, fauk óvart út úr Jon. — Ég ætlaði bara að sýna Fleur hvar ég ætti heima. Móðir hans svaraði rólega: — En þið verðið að koma inn og fá ykkur te. Við skulum svo sjá um vagn til brautarstöðvarinnar á eftir. Það myndi gleðja manninn minn að hitta yður. Jon varð svo aumur að hann óskaði sér niður í jörðina undan augnaráði móður sinnar, sem horfði andartak á hann. Svo gekk hún á undan, við hliðina á Fleur. Honum fannst hann vera vesælt skriðdýr, þar sem hann gekk á eftir þessum tveim konum, sem hann elskaði mest af öllum. Samræður þeirra virtust léttar og óþvingaðar, en það var aðgæzla í augnaráði þeirra, þegar þær litu hvor á aðra. Þegar Fleur kom heim til frænku sinnar, eftir þessa fljótræðis- ferð til Robin Hill, varð hún ergileg yfir því að sjá Prosper Pro- fond, sem sat og starði þunglyndislega út um gluggann. Hann var í kjólfötum og hvítu vesti og hafði hvítt blóm í jakkalafinu. — Fröken Forsyte, það gleður mig innilega að hitta yður. Hvernig líður föður yðar? Mér var sagt í klúbbnum að hann hefði fundið fyrir gamla kvillanum. — Kvillanum? Hvað eigið þér við? spurði Fleur og glenti upp augun. — Það skeði áður en þér fæddust, tautaði Profond. — Það var gömul saga, — þér vitið — um fyrri konu hans. Orðin: „Hann hefir aldrei verið kvæntur áður“, lágu á vörum hennar, en hún beit þau í sig og sagði í þess stað: — Já, og hvað um það? — Ég hefi heyrt að fyrri konan hans hafi gifzt Jo frænda hans. Það hlýtur að hafa verið dálítið óþægilegt.... Fleur leit upp. Nú þannig hékk þetta saman. Hún sá Profond í þoku, og hún vissi ekki hvort hann sá að hana svimaði. Til allrar hamingju kom Winifred frænka hennar inn í stofuna. — Frænka .... Fleur gekk hratt til móts við hana. Herra Pro- fond beindi aftur allri athygli sinni að útsýninu. — Frænka, hann segir að pabbi hafi verið kvæntur áður. Er það satt að hann hafi skilið við fyrri konuna og að hún hafi svo gifst Jo Forsyte? Aldrei á ævi sinni hafði Winifred átt svo erfitt með að svara nokkurri spurn'ngu. Frænka hennar var náföl, augu hennar dimm og röddin æst og hás. — Faðir þinn vildi ekki að þú fréttir það, sagði hún, eins eðlilega og hún gat. — Slíkir hlutir gerast. Ég hef oft sagt það við hann að hann ætti að segja þér frá því.... Hún horfði aðdáunaraugum á frænku sína. Fleur átti auðvitað að gifta sig, bara ekki þessum Jon. — Frænka, mér líður ekki rétt vel, ég hefi ekki lyst á mat. Má ég fara upp til mín? Fleur fór upp. Hjartað hamaðist og einhver skelfileg angistar- tilf'nning lagðist að brjósti hennar. Hún hafði orðið fyrir mikilli geðshræringu fyrr um daginn og svo kom þessi hræðilega upp- ljóstrun. Hún þrýsti höndunum að enni sér og reyndi að hugsa skýrt. Skyldu þau hafa sagt Jon þetta sama. Hafði heimsókn hennar til Robin Hill orðið til þess að þau neyddust til að segja honum þetta? Auðvitað vissu allir þetta. Allir .... kannski að Jon einum undan- teknum. Jon elskaði móður sína. Ef þau höfðu nú sagt honum sannleikann, MARY OIAIT SNYRTIVÖRUR SLÁ í OEGN! ALLAR UÖRUR Á LÁGA VERDINU ENNÞÁ SKIN SAUER - COME CLEAN - GET FRESH NÆRINGARKREM MEÐ VÍTAMÍN- PILLUM - NÆRIÐ HÚÐINA BÆÐI UTAN OG INNAN - STÖRKOSTLEG NÝJUNG U m BO® SIV3 £N M * KARNABÆR-SNYRTIVÖRUD. KLAPPAST. 37 * VESTURBÆJAR APÓTEK * LAUGARNESS APÓTEK * HOLTS APÓTEK * BORGAR APÓTEK * GARÐS APÓTEK * KYNDILL, KEFLAVÍK * VÖRUSALAN, AKUREYRI ★ TÚNGATA 1, SIGLUF. ★ SNYRTIVÖRUV. ÍSAFJ. ÍSAFIRÐI ★ PARÍSARBÚÐIN, VESTM. ★ DRANGEY, AKRANESI ★ FÖNN, NESKAUPSTAÐ ★ KF. BORGFIRÐINGA, BORGARNESI ★ APÓTEK SAUÐÁRKRÓKS Heildsölubirgðir: BJÖRN PÉTURSSON & Co. hfM Laufásvegi 16 -- Sími 18970 VIKAN-JÓLABLAÐ 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.