Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 48
t ■rf
Kristín Jónsdóttir hefur um árabil kennt mynstursteikningar og
löngu þekktur listamaður í þeirri grein. Hér á opnunni hefur hún
tekið saman nokkur auðveld en skemmtileg klipp- og ísaumsmynstur
til jólaskreytinga, og er hér að verulegu leyti um að ræða
mynstrin hagnýtt á marga vegu. Þetta er auðveld en skemmtileg
handavinna fyrir jólin.
AA
A 0- 'i| Q Q
£ 4 4 £ 0
Hér kemur góð hugmynd að borð-
reíli, saumuðum með gömlu átta-
blaðarósinni og formi, er minnir á
íleppa. Saumað er í íslenzkan ull-
arjava með 2 eða 3 samstæöum
litum.
Hafið stærð refilsins og mynstr-
anna að eigin smekk. Saumið með
íslenzku ullarbandi, gjarnan ein-
girni eða kamgarni sem rekja má
í tvennt.
Saumið með gobelin- cða fléttu-
spori. cða öðrum saumgerðum.
Ágætt er að leggja jaðra refils-
ins að saumuðu röndunum og tylla
niður í höndum, en kögra end-
ana.
BORÐREFILL EÐA
VEGGRENNINGUR
Þessi jólamynstur má nota jafnt í
Hér eru litlar diskamottur, skreytt-
ar með jólatrésformum.
Önnur er saumuð í hvítt, jafn-
þráða hörefni og er tilbúinn að
stærð 28x37 cm og höfð með
1 cm breiðum gatafaldi.
Saumað er með hörgarni nr. 16 í
bláum og blágrænum litum, er falla
vel saman.
Saumgerðin er gobelin-spor, og
hafðir tveir garnþræðir í nálinni
samtímis, sinn með hvorum litn-
um, og 2 þráðum í efninu sleppt
milli sporanna.
Framhald á bls. 60
borðrenning sem veggrenning.
Notið hörefni eða java, saumið
með glitfléttu eða krosssaumi.
Mynstrið með jólatrjánum saum-
ist með grænum og blágrænum
litum í hvítan eða dökkbláan
grunn. — Bjöllumynstur með vín-
rauðum og rauðgulum litum í
hvítan eða rauðan grunn.
í veggrenningnum snúa mynst-
urformin fram, öll í sömu átt, en
í borðrenningnum snúa þau hvort
til sinnar handar út frá miðju
þannig að jólatréstopparnir mæt-
ast á miðju renningsins og jafn
mörg form höfð á hvorum renn-
ingi. — Neðsta mynstrið er bekk-
mynstur sem má nota í mjóan
borðrenning. Er þá mynstrið saum-
að í kantinn beggja megin, ca. einn
cm frá faldinum.
-Þ
-þ
-U
-þ
%
48 VIKAN-JÓLABLAÐ