Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 60
Dökka mottan er búin til
úr ljósfjólubláum striga og jóla-
trésformin klippt úr dekkri
fjólubláum lit og límd niöur.
Litli gullhringurinn er saum-
aður á sama hátt og áður.
Gengið er frá sárköntum
mottunnar með því að brjóta þá
inn á röngu og líma eða tylla
niður í höndum. ☆
Borðrenningur
Framhald af bls. 49
Skáhorn er haft á faldinum. Að
siðustu er skreytt með fræhnút-
um við faldsbreiddina, hafðir eru
3 hlið við hlið, saumaðir með
sama garni og útlínur mynstr-
anna og raðað með 2ja mynstra
millibili, talið frá miðju. ☆
Jólasveinn úr
korktöppum
Jóladúkur
Hér er sýnt jóladúkamynstur
þar sem gömlu, íslenzku átta-
blaðarósinni er raðað saman, svo
hún myndi heildarform á miðju
dúksins.
Stærð dúks og mynstra má
hafa sem vill og þann munstra-
fjölda er æskilegur þykir.
Hafið efnið fremur þykkt úr
hör eða bómull. Einnig er fallegt
að sauma í íslenzkan ullarjava.
Saumið með hörgarni nr. 16
eða íslenzku ullarbandi með 2
skyldum litum, sem fara vel við
grunninn.
Veljið úr saumgerðum, sem
mynda góðar línur, svo sem
kóralspor, snúið lykkjuspor,
hnútaspor eða saumað yfir
þræði.
Saumið hringina á sama hátt
og lýst var með jólatrésformun-
um.
Hafið faldinn um 2ja cm breið-
an með skáhorni og saumaðan
niður við yztu línu dúksins.
JÓLASVEINN ÚR RAUÐU BANDI
Notið stífan pappír 8x11 cm.
Teiknið kross, eins og sést á mynd.
1. Klippið miðjuna úr. Vefjið rauðu
ullargarni 10 sinnum þversum, 24
sinnum langsum. Bindið um endana.
Þræðið stoppunál. Saumið í kross eins
og sést á mynd 3. Klippið burt papp-
írinn á ská. Saumið augu og limið
skegg úr þómull. Búið til húfu úr
filti.
Jólamynstur
Framhald af bls. 49
Veljið jólalega liti, og má
sauma með hör- arora- eða ull-
arbandi og gjarnan öllum teg-
undum í ullarjavann.
Einnig fer vel að sauma heila
fleti mynstranna með bótasaumi
og fylla með útsaumi til skreyt-
ingar.
Fallegt er að þrykkja fletina
með tauþrykkslitum og nota út-
saum með, t.d. í hringina og til
skreytinga.
Festið gjarnan mislitar perl-
ur hér og þar til áherzlu að út-
saumi loknum, gefur það hlut-
unum léttan og sérkennilegan
blæ. ☆
Diskamottur
Framhald af bls. 48
Saumið litla hringi með gull-
þræði á jólatréstoppana. Takið
öll sporin frá miðjunni, svo hann
opnist.
Munstrin eru höfð um 6 xh x4
cm og formuð eftir myndinni.
Hafður er rúmur 1 cm milli
munstra og um 3 cm að falds-
brún báðum megin.
G0 VIKAN-JÓLABLAÐ
Skerið í sundur stóran kork-
tappa. Takið síðan annan minni.
Límið á hann svuntu, hendur og
fætur (úr eldspítum). Teiknið
andlit á bómullarkúlu. Búið til
hatt eins og sýnt er á myndinni.
Jólasælgæti
Framhald af bls. 59
henni sneiðar og litlar kúlur
gerðar úr. Geymt í málmpappír
eða smjörpappír.
Saltmöndlur.
100 gr möndlur, 2 matskeiðar
matarolía, fínt borðsalt.
Möndlurnar flysjaðar og sett-
ar á pönnuna með olíunni. Hit-
að við lítinn hita og hrært í þar
til möndlurnar eru gulbrúnar.
Salti er stráð á þykkan pappír,
sem sýgur í sig feiti, og möndl-
unum hellt á hann og pappírinn
hristur, þar til þær hafa hlaðið
töluverðu af salti á sig. Látnar
kólna, en þá eru þær aftur
hristar í sigti, til þess að allt
laust salt detti af þeim.
Hnetubitar.
100 gr heslihnetur, 100 gr
hjúpsúkkulaði, ca. 1 dl rjómi,
50 gr smjör, 25 gr jurtafeiti, 300
gr sykur.
Heslihneturnar saxaðar og
ristaðar á pönnu, án þess að feiti
sé á pönnunni, hrærið í á með-
an með flötum hníf. Súkkulað-
ið brotið í smástykki og sett í
pott með þykkum botni með
hinum efnunum. Hrært í þar til
allt er jafnt og mjúkt í pottin-
um, en þá er hnetunum bætt í.
Hellt í grunnt mót, sem hefur
verið smurt vel, og þegar það
hefur stífnað alveg, er það skor-
ið í ferhyrnda bita. ☆
Jólakökur
Framhald af bls. 58
ið í vel smurt og raspi stráð
hringform og bakið í ca. 45 mín.
í 175 st. heitum ofni. Takið úr
forminu og látið kólna. Berið
brætt súkkulaði ofan á hana og
raðið valhnetum á.
Kandíssykurkaka.
2 egg, 3 dl fínmulinn kandís-
sykur, 3 dl hveiti, 2 tsk. lyfti-
duft, lYs dl mjólk, 1 tsk. rifinn
appelsínubörkur, 50 gr brætt
smjör.
Þeytið saman egg og sykur,
blandið saman hveiti og lyfti-
dufti og bætið því í ásamt
mjólkinni. Hrærið appelsínu-
börkinn saman við og síðast
brædda smjörinu. Hellið í smurt
og raspi stráð form og bakið í
meðalheitum ofni, 175—200 st. í
ca. 45 mín. Tekin úr forminu
heit og sett á pappír, sem muld-
um kandíssykri hefur verið
stráð á.
Súkkulaði-rúlluterta.
3 egg, 2 dl sykur, dl kart-
öflumjöl, 1 matsk. hveiti, 2 mat-
sk. kakó, 1 tsk. lyftiduft. Smjör-
krem: 50 gr smjör, 2 matsk. flór-
sykur, 1 eggjarauða, 2 tsk. van-
illusykur.
Þeytið egg og sykur vel, sigt-
ið hveitið og kartöflumjölið með
kakóinu og lyftiduftinu. Setjið
deigið á smurðan smjörpappír í
lága ofnskúffu, stærð ca. 30x40
cm. Bakið í 250 st. heitum ofni
í 5 mín. Færið kökuna upp á
sykri stráðan pappír. Vætið
pappírinn að aftan með köldu
vatni, svo að kakan náist vel af,
látið hana kólna. Kremið:
Hrærið smjör og sykur ljóst og
létt, bætið eggjarauðunni í og
hrærið vel, síðan vanillusykrin-
um. Smyrjið alla kökuna með
kreminu og rúllið saman.