Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 63

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 63
Jon ger'ði heiðarlega tilraun, enda bar hún árangur. Gömul kona hörfaði frá klefanum og önnur yngri ætlaði að koma inn, en sá sig um hönd á síðustu stundu. Lestin fór aftur af stað. — Þvílíkt lán, ég held að hurðin hafi farið í baklás. — Já, ég hélt í hana, sagði Fleur. Jon féll á kné fyrir framan hana. — Passaðu þig á ganginum, hvíslaði Fleur. — Flýttu þér, ég verð að fara af í Reading.... Varir þeirra mættust í löngum, innilegum kossi. Jon var náfölur, þegar þau voru sezt andspænis hvort öðru. Hann heyrði að hún andvarpaði, og það var dásamlegasta hljóð sem hann hafði nokkru sinni heyrt, djúp og illileg játning um það að henni þætti vænt um hann .... Fleur flýtti sér meðfram ánni, hún var orðin alltof sein, og reyndi nú að finna út hvað hún ætti að segja, þegar hún kæmi heim. Hún var um það bil að stíga um borð í ferjuna, þegar hún kom auga á róðrarbát, og í honum stóð ungur maður og hélt sér fast í runnana á árbakkanum. — Fröken Forsyte, ég kom til að ferja yður yfir ána, kallaði hann. Hún starði á hann, mállaus af undrun. — Þér skuluð ekki vera hrædd. Ég er nýbúinn að drekka te hjá foreldrum yðar. Mér datt í hug að ég gæti stytt leiðina fyrir yður. Nafn mitt er Mont, ég sá yður á málverkasýningunni. — Ó, já, nú man ég eftir yður, sagði Fleur. Hún var nokkuð móð eftir gönguna, en rétti honum strax höndina og steig út í bátinn. Þessi ungi maður var allt öðru vísi en Jon. Hún hafði aldrei heyrt nokkurn mann segja svo mikið á skömmum tíma. Hann sagði henni hve gamall hann var, tuttugu og fjögra ára, og hann var sextiu og átta kíló á þyngd. Hann sagðist eiga heima í nágrenninu, sagði henni frá því hvernig hugsunum hans var varið, meðan hann var í stríð- inu, og hvernig það væri að fá gaseitrun; sagði henni í stuttu máli allt um ástandið í Bretlandi, þessa stundina; sagðist vera hrifinn af málverkum föður hennar, og vonaðist til að geta róið oft með hana á ánni, hann væri alveg öruggur róðrarmaður; honum fannst nafn hennar mjög fallegt, Fleur Forsyte, en var reiður foreldrum sinum fyrir að skíra hann bara Michael Mont.... — ViÞið þér ekki kalla mig M.M. og leyfa mér að kalla yður F.F., það er svo nýtízkulegt. — Ég hefi ekki neitt á móti neinum, ef ég aðeins get komizt í land, sagði Fleur, sem var orðin ergileg yfir þessum orðaflaumi. — Passið árarnar. — Ég geri það. Hann tók nokkur áratog og horfði svo á hana, iðrandi og ákafur. — Þér skiljið, ég kom til að sjá yður, en ekki málverkin hans föður yðar.... Fleur stóð upp. — Ef þér haldið ekki áfram að róa, þá stekk ég fyrir borð og syndi í land. — Jæja? Þá gæti ég synt á eftir yður. — Herra Mont, ég er þreytt og ég er alltof seint á ferð. Viljið þér gjöra svo vel að koma mér sem fljótast í land. Eftir drjúga stund gat Fleur loksins gengið á land á bátabryggj- unni í garðinum. Hún veifaði og brosti: — Verið þér sælir, herra M.M., kallaði hún glaðlega og hvarf á milli rósarunnanna. Hún leit á armbandsúrið sitt. Klukkan var sex. Það heyrðust smellir frá knattborðsstofunni. Hún gekk upp á veröndina og ætlaði að ganga beint inn, en staðnæmdist við óm af röddum úr dagstofunni. Það var móðir hennar og Prosper Profond, snotur, en spjátrungs- legur Belgi, sem seint og snemma sveimaði kringum móður henn- ar. Þegar hún gekk framhjá dyrunum heyrði hún hann segja: — Nei, það geri ég ekki, Annette! — Segjum þá á morgun, — það er loforð, heyrðist mjúk og þægi- leg rödd móður hennar. Fleur hljóp upp stigann. Skyldi faðir hennar vita að hann kallaði móður hennar Annette? Fleur hafði síður en svo þær hugmyndir að lífi foreldranna skyldi hagað eftir hennar eigin geðþótta. En meðfædd eðlishvöt hennar, sem aldrei brást, þegar það var henni sjálfri í hag, kom henni til að eygja tækifæri til að hitta Jon oftar, ef eitthvað var um að vera milli foreldranna, yrði ef til vill minna eftirlit haft með henni. En samt var hún hneyksluð. Ef þessi Profond var að stiga í vænginn við móður hennar, gæti það verið svo alvarlegt að faðir hennar hefði rétt til að vita það. Þegar hún kom upp í svefnherbergið sitt, hallaði hún sér út um gluggann, til að kæla brennandi kinnarnar ... Jon hafði aldrei hugsað neitt út í aldur föður sins, fyrr en hann kom heim frá Spáni. Andlit Jos var orðið svo þreytulegt og hann sá á andlitsdráttum hans að honum hafði leiðzt einveran. Honum hafði farið svo aftur að Jon hrökk við. En svo reyndi hann að hrista þetta af sér og hugsaði með sér, að ekki hefði þessi Spánarferð verið honum neitt áhugamál. Samt var hann eitthvað sakbitinn, þegar hann fór í háttinn fyrsta kvöldið, sem hann var heima. En hann vaknaði fullur eftirvænting- ar. Áður en hann fór að heiman hafði hann ákveðið að hitta Fleur HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR 30280-32262 Gólfdúkur — plast, vinyl 09 línólíum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2X1S, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflisar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvikur. Teppi — ensk, þýzk, belgisk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Siliconc — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. VIKAN-JÓLABLAÐ 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.