Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 68
— Væni minn, nú ertu hlægilegur, sagði Annette og rétti hendina
út eftir bók, sem lá á borðinu. Þú þarfnast min alls ekki. Þú
sérð eins mikið af mér og þú kærir þig um, og lætur þig annars
ekki mikið varða um mig. Ég held þú gerir réttast í því að þegja.
Mér dettur ekki í hug að vekja hneyksli, það geturðu verið viss
um. Svo skulum við ekki tala meira um þetta....
Soames starði á hana, en svo fór hann, án þess að segja nokkurt
orð. Þetta kom af því að kvænast franskri stúlku.... og þó, án henn-
ar hefði hann ekki eignazt Fleur. Annette hafði gert skyldu sína.
Hún hefir á réttu að standa, hugsaði hann, ég get ekkert gert.
Sjálfsbjargarhvöt hans kom honum til að þegja og þagga málið
niður. Ef maður neitar að trúa staðreyndum, þá verður ekkert úr
slíkum málum. ,
Þetta var leiðindamál, þetta með Fleur og Jon, hugsaði Jo For-
syte. Hann var þreyttur og gekk að glugganum til að opna hann.
Hann átti mjög erfitt með andardrátt nú orðið. Hann hafði ein-
hverja köfnunartilfinningu og honum fannst hjartað tútna út. Hann
settist að skrifborðinu og byrjaði á bréfi, reyndi mikið á sig og
strikaði oft út:
Elsku drengurinn minn!
Þú ert orðinn nógu gamall til að skilja að það er erfitt fyrir
eldra fólk að leggja gerðir sínar í lífinu undir dóm barna sinna.
Ekki sízt þegar ástæðurnar eru eins og hjá móður þinni og mér.
Flestir munu segja að við höfum syndgað. Það er réttara að
segja að við eigum viðburðaríka fortíð, og það er tilgangur minn
með þessu bréfi að segja þér frá því sem á daga okkar hefir
drifið, sérstaklega vegna þess að þetta snertir líf þitt á örlaga-
ríkan hátt.
Fyrir mörgum árum, svo mörgum árum, að það var árið
1883, þá var móðir þín tvítug, og hún varð fyrir því óláni að
ganga í hjónaband, sem varð henni ekki til heilla. Hún var
eignalaus og bjó með stjúpmóður sinni, sem hún átti enga sam-
leið með. Maðurinn sem hún giftist var Soames frændi minn,
faðir Fleur. Það var strax viku eftir brúðkaupið, að henni varð
ljóst að þetta hjónaband hennar voru hræðileg mistök....
Jo hafði reynt að halda bréfinu í léttum tón, en eftir því sem
hann skrifaði meira, gleymdi hann sér og sagði nákvæmlega hvað
drifið hefði á daga þeirra, og vegna tilfinningarótsins, sem fékk
algert vald yfir honum, notaði hann sterkari lýsingar.......
Já, þetta er saga okkar, Jon, skrifaði hann að lokum. Ef þú
heldur fast við ást þina á dóttur þessa manns, verður það til
að eyðileggja lífshamingju móður þinnar. Ef þú kvongast Fleur
verða börnin ykkar jafnt barnabörn Soames eins og móður þinn-
ar, barnabörn þessa manns, sem einu sinni átti móður þína,
eins og menn eiga þræla. Reyndu að losa þig við þessa ást, Jon,
svo hjarta móður þinnar bresti ekki!
Svo braut hann bréfið með þessari játningu saman og stakk þvi
í vasann. Það var laugardagur, og sem betur fór gat hann hugsað
um þetta fram yfir helgina, því að bréfið næði aldrei til Jons fyrr
en á mánudag, hvort sem var. Honum var nokkuð léttara við að
hafa þennan frest. Hann var búinn að tala um þetta við Irenu, og
hún hafði lagt hendurnar um hálsinn á honum og sagt: — Gerðu
það sem þér finnst réttast.
Það var síðdegis þennan dag að Jo vaknaði upp af blundi í hæg-
indastólnum, og sá þá son sinn standa við gluggann. Hann brosti
syfjulega, og Jon gekk til hans og kyssti hann á ennið. Þá fyrst sá
hann svipinn á andliti sonar síns.
— Ég kom heim til að segja þér nokkuð, pabbi. Við Fleur erum
TRYGGIÐ YÐUR
Gleðileg jól og
færsælt komandi ár
MEÐ TRYGGINGU FRÁ OSS
aq íslands
68 VTKAN-JÓLABLAÐ