Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 26
íHann
sárágetja
he’tmsibpsgtiína
„En það bar til um þessar
mundir, að boð kom frá Ágústus
keisara að skrásetja skyldi alla
heimsbyggðina“. Upphaf jólaguð-
spjallsins hjá Lúkasi, sem þann-
ig hljóðar og bergmálað hefur í
eyru kristinna jarðarbarna í hátt
á annað þúsund ára hefur gert
að verkum að þessi veraldar-
höfðingi, sem fórnfærði Júpíter
og sjálfur var tilbeðinn sem
heiðið goð, hefur í hugum krist-
inna manna tengzt kristninni nán-
ari og heilagri böndum en flestir
þeir þjóðhöfðingjar sem vel-
kristnir hafa kallazt.
í sögunni standa þeir því hlið
við hlið, keisarinn í Róm og Gyð-
ingakóngurinn ungi, og við þá
hafa verið tengd svipuð minni,
samskonar vonir. Smiðssonurinn
frá Nasaret kom í heiminn til að
kenna mönnum að smíða plóg-
járn úr sverðum, að þeir temdu
sér ekki hernað framar, og á
jólanótt hinni fyrstu segir þjóð-
sagan að ekkert lifandi hafi unn-
ið öðru mein. Og Ágústus keisari
lagði á ekkert meiri áherzlu en
að koma á friði í sínu víðlenda
ríki, sem útpískað var og hrjáð
eftir fólskulegar borgarastyrjald-
20 VIKAN-JÓLABLAÐ
*
NÖFN SVEINSINS SEM FÆDDIST
í BETLEHEM OG FYRSTA KEISARA
RÓMARVELDIS ERU NÁTENGD. ANNAR VARÐ
HÖFUNDUR ÚTBREIDDUSTU TRÚAR-
BRAGÐA MANNKYNSINS. HINN TRYGGÐI
TILVERU STÓRVELDIS ER VARÐ
VAGGA ÞEIRRA
*
TEXTI
DAGUR ÞORLEIFSSON
ir siðlausra hershöfðingja. Trú-
aðir menn hafa löngum haft fyr-
ir satt að líkindin með þessum
friðarhöfðingjum séu ekki ein-
leikin og hafi raunar náð til
fleiri þjóðhöfðingja um sama
leyti; þannig hefur Snorri
Sturluson fyrir satt að Fróðafrið
á Norðurlöndum hafi borið upp
á stjórnarár Ágústusar.
Sagnirnar um þá Jesús, Ágúst-
us, Fróða og aðra friðgóða fram-
ámenn munu trúlegast allar af
einni rót: draumum mannkyns-
ins um glataða gullöld, sem von-
ast er til að hægt sé að endur-
heimta með einhverjum krafta-
verkum. Eden biblíunnar felur í
sér slíkan draum, hann er líka
til staðar í grísku goðafræðinni
og í heimi norrænna goðsagna.
Venjulega er það svo að gull-
öldinni lýkur fyrir tilstilli ein-
hverra óábyggilegra elimenta,
„að tíðin spillist af tilkvámu
kvinnanna", þursameyjanna og
Gullveigar í Ásatrú, Pandóru hjá
Grikkjum og höggormsins og
Evu hjá Gyðingum. Og svo bíða
þjóðirnar í ofvæni komu ein-
hvers undramanns úr skýjjum