Vikan


Vikan - 05.12.1968, Page 26

Vikan - 05.12.1968, Page 26
íHann sárágetja he’tmsibpsgtiína „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina“. Upphaf jólaguð- spjallsins hjá Lúkasi, sem þann- ig hljóðar og bergmálað hefur í eyru kristinna jarðarbarna í hátt á annað þúsund ára hefur gert að verkum að þessi veraldar- höfðingi, sem fórnfærði Júpíter og sjálfur var tilbeðinn sem heiðið goð, hefur í hugum krist- inna manna tengzt kristninni nán- ari og heilagri böndum en flestir þeir þjóðhöfðingjar sem vel- kristnir hafa kallazt. í sögunni standa þeir því hlið við hlið, keisarinn í Róm og Gyð- ingakóngurinn ungi, og við þá hafa verið tengd svipuð minni, samskonar vonir. Smiðssonurinn frá Nasaret kom í heiminn til að kenna mönnum að smíða plóg- járn úr sverðum, að þeir temdu sér ekki hernað framar, og á jólanótt hinni fyrstu segir þjóð- sagan að ekkert lifandi hafi unn- ið öðru mein. Og Ágústus keisari lagði á ekkert meiri áherzlu en að koma á friði í sínu víðlenda ríki, sem útpískað var og hrjáð eftir fólskulegar borgarastyrjald- 20 VIKAN-JÓLABLAÐ * NÖFN SVEINSINS SEM FÆDDIST í BETLEHEM OG FYRSTA KEISARA RÓMARVELDIS ERU NÁTENGD. ANNAR VARÐ HÖFUNDUR ÚTBREIDDUSTU TRÚAR- BRAGÐA MANNKYNSINS. HINN TRYGGÐI TILVERU STÓRVELDIS ER VARÐ VAGGA ÞEIRRA * TEXTI DAGUR ÞORLEIFSSON ir siðlausra hershöfðingja. Trú- aðir menn hafa löngum haft fyr- ir satt að líkindin með þessum friðarhöfðingjum séu ekki ein- leikin og hafi raunar náð til fleiri þjóðhöfðingja um sama leyti; þannig hefur Snorri Sturluson fyrir satt að Fróðafrið á Norðurlöndum hafi borið upp á stjórnarár Ágústusar. Sagnirnar um þá Jesús, Ágúst- us, Fróða og aðra friðgóða fram- ámenn munu trúlegast allar af einni rót: draumum mannkyns- ins um glataða gullöld, sem von- ast er til að hægt sé að endur- heimta með einhverjum krafta- verkum. Eden biblíunnar felur í sér slíkan draum, hann er líka til staðar í grísku goðafræðinni og í heimi norrænna goðsagna. Venjulega er það svo að gull- öldinni lýkur fyrir tilstilli ein- hverra óábyggilegra elimenta, „að tíðin spillist af tilkvámu kvinnanna", þursameyjanna og Gullveigar í Ásatrú, Pandóru hjá Grikkjum og höggormsins og Evu hjá Gyðingum. Og svo bíða þjóðirnar í ofvæni komu ein- hvers undramanns úr skýjjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.