Vikan


Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 05.12.1968, Blaðsíða 20
, x-r er Éunnxx- Nlf GET ÉG FARIR .!/> RTR.JA Aftur á móti gagnrýnir það ekki hluti, sem það þekkir ekki sjálft vandamálin !. Svo ég forðaði mér inn á þurrara land. — Ur því við erum að tala um mitt föður- fólk, langar mig að segja frá einni föðursystur minni, sem býr í Skagafirði. Ég heimsæki hana alltaf, þegar ég kem norður, og nú fór hún að- tala um síðustu bókina mína. Hún les allt sem ég skrifa, blessuð konan. Já, sagði hún, mér líkaði nú vel við þessa bók, en það var eitt, sem mér líkaði illa. Og það var nafnið á henni. Og ég segi: Nú, hvað er athugavert við nafnið? Ég get ekki séð neitt við það, og er hálf snúinn og önugur yfir þessari aðfinnslu í henni. Ja, sko, að kalla þetta þjóf í Paradís. Það eru engir þjóf- ar í Paradís! Ég veit ekki, hvort henni hefur þótt þetta rökleysa, eða hreinlega ofboðið, að ég skyldi gefa í skyn, að það gæti verið eitthvað, sem heitir þjófur, í Paradís. Hún sagði líka einu sinni — henni féll ákaflega vel Ijóð Jóhannesar úr Kötlum um Stefán G. — hún sagði: Það var leiðinlegt, að hann skyldi Ijúka Ijóðinu svona: Moldugt skáld, sem ár og öld, yfir Ijósi heims- ins vakir. Sko, að kalla hann Stefán G. mold- ugan, segja, að hann sé moldugur — ha ha — Jóhannes hefur sjálfsagt haldið að hér væri vel ýtt í og vel á haldið, sem er rétt, en henni fannst þetta ekki gott. Þetta er eindrægni í því áliti, að þótt ákveðnir hlutir séu sagðir, þá skaði þeir ekki þessa miklu persónuhelgi. Henni hefði sjálf- sagt verið sama þótt sagt hefði verið, að Stefán hefði stundum orðið moldugur af sinni vinnu. En að kalla hann moldugt skáld, það var dálítið annað. — í þessu felst, að maður og skáld sé sitt hvað. Þetta er gott atriði til þess að þrasa um. — Já, það væri gott fyrir atvinnuþrasara og smáletursdálkahöfunda, að taka upp málið og spyrja: Átti að segja, að Stefán G. væri mold- ugt skáld? Eða var hann moldugur maður? Eða varð hann stundum moldugur? En þetta er einmitt það sem gerir tunguna, það er þessi næmleiki fyrir orðum og orðasamböndum og sumt er hægt að segja og sumt ekki. Og mér þykir mjög gott, þegar fólk er svona nákvæmt gagnvart tungunni því þá er það nákvæmt gagnvart myndinni, sem orðin færa þv(, og þetta hljóta að vera mjög góðir lesendur. Þeir skynja þetta miklu nákvæmar en við gerum, þegar við erum að lesa James Bond og rjúk- um yfir 300 blaðsíður milli þess sem við depl- um auga. Engar almennilegar bókmenntir geta verið skrifaðar fyrir slíkan hraðlestur. En þetta fólk les hægt og stanzar. Stanzar við orð eins og moldugt skáld. Og það er svo mikils virði. — Hefur aldrei komið fyrir þig, að svona fólk hafi stanzað við orð eða setningar, sem þú hefur lengi nostrað við og verið sjálfur orð- inn ánægður með?___________________________ — Jú, ég var til dæmis lengi með upphafið að Landi og sonum og skrifaði það oft um. Mig minnir, að það hafi verið Ólafur Jónsson á Alþýðublaðinu, sem spurði mig að því, af hverju ég hafi haft það svona, og ég held að 20 VIKAN-JÓLABLAÐ Það er stórkostlegt að skrifa þannig, að manni, sem ekki hefur lesið bókina í þrjú ár, detti þetta skyndilega i hug á Miklu- brautinni og hann finni allt í einu, að það er meira í þessu en orðin segja. Og hann segir orðin upphátt með sjólfum sér, bara til að prófa: Ríðum enn. V________________________________________________j honum hafi fundizt það þvingað. Og þá vakn- ar maður upp við það, að sé það þvingað, er það hreinlega fyrir of mikla vinnu, of mikla umhugsun. Og gagnvart tungunni getur of mik- il vinna þýtt, að maður sé farinn að níðast á henni, drepa hana niður. Orðin sjálf eiga að fá að lifa, þeim er ekki bara raðað eins og steinum í vegg. Þess vegna verður að reyna að fara milliveginn, vinna nóg en fara ekki of langt og drepa. Nú veit ég ekki, hve mikill skaði er að þessu, en það má segja það kann- ski, að fyrsta málsgreinin eða svo, sé heldur samanrekin. — Það er nú svo gremjulegt með Land og syni, að mér tókst aldrei að verða hrifinn af þeirri bók. — Það er mörgum þannig farið. Ég hef oft velt því fyrir mér, af hverju það muni vera, og það er líkast til það, Siggi, að þú ert bara öðrum megin við línuna heldur en ég. Land og synir er skrifuð að mestu leyti út frá tilfinn- ingum, og maður verður að hafa lifað þau timabilaskipti, sem þar er fjallað um, til að hafa tilfinningu fyrir þessari bók. Ég get vel ímyndað mér það. Ég gerði mér alveg grein fyrir því, þegar ég skrifaði þessa bók, að hún væri fyrst og fremst fyrir þá, sem eru hinum megin við tímabilaskiptin, sem ég þykist sitja klofvega á, nokkurn veginn. Það hefur glatt mig mikið í sambandi við Land og syni, að bændur, sem hafa lesið hana, eru yfirleitt sátt- ir við hana. Því þótt þetta eigi engan veginn að vera fagverk, er oft skrifað þannig, einkan- lega þar sem ákveðnar stéttir koma við sögu, að þær eru hagnýttar, og verða eitthvað allt annað heldur en maðurinn í stéttinni lætur sér lynda. Hann skilur ekki verkið, og þetta er ekki verk, sem hann varðar um. Og þess vegna þykir mér þetta mikill plús. Það þykir mér sanna sjálfum mér, að minnsta kosti, að verk- ið sé að verulegu leyti satt og rétt. Ef þetta væri lofrolla og rómantík, myndi ég ekki taka þá trúanlega, en því er ekki að dreifa í Landi og sonum. Það er ekki þannig verk, að þeir hafi uppveðrazt út af því. Það er fremur nei- kvætt, en þeir eru bara sáttir við það, og það þykir mér vænt um. Því höfundar leita oft að einhverjum sönnunum fyrir því, að þeir hafi að minnsta kosti ekki logið víða til. •— Þjófur í Paradís er aftur á móti mun betra verk, frá mínum bæjardyrum séð. — Já. Þjófur i Paradís er — dálítið skrýtinn fugl. Án þess að við förum að sverta okkar þjóð og okkar fólk, erum við paradísarþjóð. Við erum þetta nýopnaða þjóðfélag. Við vit- um að brautarendinn er þarna, og umferðin er á brautarendanum, það er ýmislegt að koma á brautarendann, sem við ferjum svo inn í þetta þjóðfélag. Sjálfum finnst okkur allt vera gott og ágætt, hjá okkur, í þessu þjóðfélagi. Svo finna menn einhvern andskotann úti í heiðinni, og þá er farið á brautarendann. Og á brautarendanum kemur öll okkar framkvæmd og vizka og yfir- vald, og fæst svo við þetta sérkennilega afbrigði ( heiðinni. Kenningarlega séð er þjófurinn þann- ig til orðinn. Og svo er hitt, að þegar ég var bú- inn að skrifa Land og syni, átti ég ýmislegt ógert, r~------------------------------------------ Þjóðin er svo litil, að hún grípur einhverj- ar dellur og þjáist af þeim. Nú hefur geng- ið hér leikhúsdella í tuttugu ór. Þetta frum- sýningafólk er ó borð við saloonfólk franskt, ó Napóleonstimanum. Það er eins og Jósefina innan um silkitjöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.