Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Side 22

Menntamál - 01.12.1937, Side 22
180 MENNTAMÁL upp nokkrum atriðum úr menningu okkar eigin þjóðar, svo og úr fram-þróunarsögu fjarlægra þjóða á ýmsum öldum, til að sýna og sanna, að á öllum öldum hefir menningarþjóðum veraldarinnar verið nokkuð Ijós þýðing þessa máls. Þó að listræn kennsla í þessari grein væri lítið höfð um hönd hér á vesturlöndum um alllangt skeið. Island. Hvað okkar eigin þjóð snertir, þá lætur það mjög að líkindum, og mun jafnvel ekki orka neins tvímælis, að i fornöld, — á söguöld okkar Islendinga -—■ þegar sögur og annar skáldskapur, lifði aðeins á vörum þjóðarinnar, liafi tal- og framsagnarlist verið iðkuð og elskuð á Islandi. Kvæða- og sagnaþulir hafa án efa verið kærkomnir gestir hvarvetna, og í þeirra munni og með þeirra framsögn má ælla, að framsagnarmáti þessarar aldar liafi náð ákveðnu formi, sem fylgt hefir föstum reglum, eins og í sumum öðrum löndum álfunnar, á þessum sama tíma. Eins og kunnugt er af sögunum, var það eklci óalgengt, að íslenzk skáld flyttu kvæði sin og drápur fyrir þjóð- liöfðingja erlendis, sem oft og einatt urðu svo hugfangnir af þessum ljóðum þeirra, að þeir mæltust til vináttu við skáldin, sæmdu þau dýrum gjöfum eða á annan hátt, hófu þau til vegs og virðinga. Allir kannast við kvæðið Höfuðlausn, sem leysti höf- undinn frá dauðahegningu hins grimmlynda konungs. Það liggur i augum uppi, að fögur ljóð, sem höfðu svo djúp og stórfeld áhrif, hafa ekki verið muldruð ofan í barm sinn, eða að neinu leyti framsögð í meðallagi. Nei, hitt er óneitanlega miklu liklegara, að þau skáld, sem fluttu slik verk, hafi kunnað til fullnustu tökin á hljóð- fræðilegri meðferð málsins, og hafi flutt ]jau af þeim guð- móði og hrifningu, sem nauðsynleg var til að hrífa skap drottnarans sem á hlýddi, svo að hann að minnsta kosti i

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.