Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Page 30

Menntamál - 01.12.1937, Page 30
188 MENNTAMÁL dæmi þess, aö vcl máli farnir stjórnmálamenn liafi, með skörulega fluttri ræðu — bjargað stórmálum úr öngþveiti og um leið tilveru og vellíðan lieilia þjóða. — Og þannig mætti lengi telja. Kennsla. Af öllu þessu sem eg hefi drepið á, og mörgu öðru at- huguðu, virðist það fullljóst, að lærdómur og gáfur og meðfædd mælska er ekki einhlítt. Fögur og áheyrileg málsmeðferð verður einnig að koma til skjalanna. Og þar sem það nú er markmið skólanna að gera nemendur sína sem færasta að njóta hæfileika sinna og kunnáttu í lifsharáttunni, liggur óneitanlega nærri að álykta sem svo, að kennsla með góðum kennurum, vel menntuðum 1 þessari grein eigi erindi inn i hærri sem lægri skóla ís- lenzka ríkisins. Margar lielzlu menningarþjóðir heimsins liafa skilið þetta og liafa gert tal- og framsagnarnámið að skyldugrein í skólum sínum. Talkór. Úti í heiminum eru framfarirnar í framsagnarlistinui stórstígar og margvíslegar, einkum nú á seinni árum. Ástæða væri til að ætla, að nú á þessum útvarps- og tal- mynda timum væri allir söng- og talkennarar önnum kafnir. Svo langt er þetta þó enn hvergi komið, að hver leikari, söngvari og ræðumaður hafi sinn eigin þjálfara, eins og t. d. tíðkaðist meðal Forn-Grikkja. Tiltölulega nýtt form fyrir þjálfun raddar og fram- burðar, eru liinir svonefndu talkórar, sem á siðasla ára- lug hafa vakið mikla og sérstaka eftirtekt hér i álfunni. Talkórar þessir virðast eiga erindi tii margra, ýms félög liafa mikið notað þá, talklúbbar, og einstakir ræðumenn, (jg svo auðvilað leilchúsin. Eg liefi haft tækifæri til að vera viðstaddur æfingar á slíkum talkór, sem var stjórnað af dr. Wilhelm Ley-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.