Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Page 44

Menntamál - 01.12.1937, Page 44
202 MENNTAMÁL Kennarasambandið franska gekkst að vísu fyrir uppeld- ismálaþinginu og liafði að baki sér ríkisstjórn Frakklands, en eigi að siður liygg ég, að án Alþjóðabandalags kennara hefði uppeldismálaþingið aldrei verið lialdið, a. m. k. ekki með þeim hætti sem það var, enda hafa sömu menn- irnir aðalframkvæmdir á hendi á báðum stöðum. Louis Duraas og þó einkum G. Lapierre höfðu aðalstjórn á und- irbúningi uppeldismálaþingsins, og höfuðtilgangur þessa slórfenglega þings var samhljóða stefnu Alþjóðabandalags kennara: Að auka kynni og starfsemi kennara um öli lönd lil eflingar friði og lýðræði og til útbreiðslu þekkingar á uppeldis- og fræðslumálum. Þingið var sett með mikilli viðhöfn árdegis föstud. 23. júlí í Maison de la Mutualité. Við setningarathöfnina skip- aði Lcon Blum forsæti, en ræður fluttu auk hans kennslumálaráðherrann Jean Zay, og forseti kennarasam- bandsins franska, André Delmas. Delbos utanrikisráðherra var einnig viðstaddur. Á undan og á milli ræðuhalda sungu fjölmennir söngflokkar eða einsöngvarar, en stund- um léku hjómsveitir. Var til alls þessa mjög vandað. Jean Zay kennslumálaráðherra er ungur maður, dökk- liærður, meðalmaður á liæð, þreklegur og festulegur. Hann er með afbrigðum vinsæll meðal frönsku kennarasléttar- innar og kallaður vinur kennaranna. Hann talaði um hinar margvíslegu framfarir í skólamálum, sem orðið hafi í stjórnartið alþýðufylkingarinnar. Gagnstætt því, sem venja er um franska ræðumenn, flutti hann ræðu sína kyrlátlega og án þess að Iireyfa hönd eða fót. Um 3000 manns voru þarna saman komnir, þ. á. m. vorum við 11 íslendingar, en sá 12., sem þingið sótti, var lasinn. Þegar menn höfðu setið í rúmlega 2 klukkustundir, stóð Blum á fætur til að tala. Ætlaði nú allt vitlaust að verða i fagn- aðarlátum. Fór því svo fjarri að menn létu sér nægja að klappa, heldur var einnig sparkað og æpt sem mest mátti verða, og frá myndavélunum blossaði og small í liverju

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.