Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Page 59

Menntamál - 01.12.1937, Page 59
MENNTAMÁL 217 til íslenzku þjóðarinnar, og þar á eftir söng allur skól- inn, nm 1100 nemendur og kennarar íslenzka þjóðsöng- inn, sem allir virtust kunna (vitanlega i þýðingu). Ef ég' ætti að segja eitthvað um árangurinn af þcss- ari ferð, læld ég, að óhætt sé að lelja hann góðan. Ég gerði mér ekki fyrirfram hugmynd um þær við- tökur, sem ég fékk, svo hlýjar voru þær, svo einlæg- ar og fullar af vinsemdarhug. Og mér auðnaðist að ná lil mjög mikils fjölda fólks, hæði með útvarpser- indi, er ég flutti, og fyrirlestrum minum innan skóla og utan. Þar að auki gafst mér ágætt tækifæri á að sjá ýmsa merka skóla og kennslunýjungar, sem hér er ekki rúm til að rckja í þessari grein. Kennaraskiptin er mál, sem ekki fellur niður. Það á sér örugga stuðningsmenn, fyrst og fremst í Dan- mörku, en einnig viðar. Og ég vona, að íslenzkir kenn- arar taki þvi með skilningi og velvild. Sviar og Danir hafa t. d. rætt um, að taka upp þvílik kennaraskipti sín á milli, einmitt með hliðsjón af þeirri byrjun, sem hér er orðin. Og hingað kemur að öllu forfallalausu, næsta haust, einn af merkari skólamönnum Danmerkur. — Ég vona að Menntamál geti síðar flutt nánari frásögn af hon- um og væntanlegri komu hans hingað. Hallgr. Jónasson. Dr. María Montessori heldur námskeið í Amsterdam fyrir kenn- ara. Hefst það í janúar og týkur í júní 1938.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.