Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Page 72

Menntamál - 01.12.1937, Page 72
230 MENNTAMÁL kjósanleg menntunarskilyrði. En jafnvel Jjótt svo yrði í náinni framtíð, þá væri ærin ástæða til að brúa bilið, sem þá Iilyti að verða milli binna eldri og hinna yngri kenn- ara. Auk þess er kennarastarfið svo erfitt, að þar sem undirbúningsmenntun kennara er í bezta lagi, þykir full ástæða til að lijálpa starfandi kennurum til að viðhalda menntun sinni og bæta við liana. Sú nauðsyn mun þó hvergi brýnni en bjá þeim, sem búa við fátæktar- og strjálbýlisskilyrðin íslenzku. En bezla ráðið til hjálpar í þessum efnum hefir einmitt reynzt kennslueftirlit, með svipuðu sniði og hér er bent á. Námsljórar gela á ýmsan hátt látið kennurum í td þessa aðstoð. Námstjórar ættu einnig að gela orðið hjálplegir um út- vcgun allskonar upplýsinga og heimilda, bólta og timarita. En skortur á þessum hlulum er eitt af því, sem mest stendur framförum í kennslumálum fyrir þrifum. Það virðist óhjákvæmilegt að mjög bráðlega verði komið upp bér á landi öflugu safni bóka og tímarita um uppeldismál. Sýnist sjálfsagt a. m. k. nokkuð af þvi safni eða söfnum mætti flytja um landið frá einum skóla til annars, og væri þá eðlilegt, að námstjórarnir hefðu íhlutun um flutn- ing þess, eða Jjá að hvert umdæmi hefði sitt sérstaka safn og að námstjórinn réði.fyrir Jiví. Enda þött mestur hluti ritanna hlyti að verða á erlendum málum, norðurlanda- málum, ensku og þýzku, þá myndi hann koma að nærri fullkomnum notum fyrir það. Fjöldi kennara lesa nú orðið eitthvað í ensku og allmargir þýzku, enda þarf ekki mikla málakunnáttu til að komast að efni i bók eða líina- ritsgrein i sinni eigin fræðigrein. Til ])ess þarf lítið annað cn áhugann einan. Og jafnvel meðan engin slík söfn eru til hér á landi, ])á gælu námstjórarnir gefið allskonar verðmætar upplýsingar af ýmsu tagi. Þá myndu námstjórarnir stofna lil skólasýninga, fyrir- lestra meðal kennara og jafnvel námskeiða. En mest á- hrif myndu ])eir þó sennilega geta haft gegnum persónu-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.