Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Page 74

Menntamál - 01.12.1937, Page 74
232 MENNTAMÁI. eru til áður í sögu Bandaríkjanna. Hér skulu nefnd tvi> dæmi um þessa viðleitni. Samvinna, sem nær til aiira ríkjanna ,er liafin um rann- sóknir á námskrám og starfsháttum framhaldsskólanna. Tvö hundruð gagnfra:ðaskólar leggja efni tii rannsóknanna. Fjalla upplýsingarnar um nemendurna, um nám jieirra, um fjárhags- rekstur, um kennarana o. s. frv. Hitt dæmið er um ennþá viðtækari og fjöi]>ættari rannsóknir í þjónustu skólamála í Bandaríkjunum. Eru þær gerðar að til- hlutun og undir yfirstjórn aðalskrifstofu uppeldismála Banda- ríkjanna (TJie United States Office of Education). En f>0 há- skólar í 32 ríkjuin taka þátt i rannsóknunum. Rannsóknar- efninu má skipta í þrjá aðalflokka: 1) Nemendur og kennarar; 2) Námskrár og kennslubækur og 3) Skipulag og fjármál. Margir kunnir menn taka þátt í rannsóknum þessum. Hafa þær staðið yfir í 2 ár, og er húizt við að þeim verði lolcið um næstu áramót. Er þess vænst, að niðurstöður þeirra geti haft mikla þýðingu, ekki einungis fvrir Bandarikin, heldur einnig fyrir aðrar þjóðir. (Heimild: Fredrick J. Kelly, Cliief Division of Higher Education, Washington D. C. Skýrsla á þinginu í Genf). Danmörk. Merkasti atburðurinn i skólamálum Dana siðast). skólaár var samþykkl nýrra fræðslulaga, er öðluðust samþykki þingsins 18. maí þessa árs. Frumvarp til þessara laga var fyrst lagt fyrir þingið í jan. 1934 af F. .1. Borgbjerg, þáverandi kennslumálaráðherra. Samkvæmt hinum nýju lögum nær skóla- skyldan frá 7 til 14 ára, eins og áður, með þeirri viðbót, að heimilt er að framlengja hana til 15 ára aldurs. Forráðamönn- um harnanna er heimilt að láta þau hætta skólanámi 14 ára, en yfirvöldunuin er skylt að taka þau í skóla til 15 ára ald- urs, a. m. k. í hverju þvi skólahverfi, þar sem ]>ess er óskað fyrir 15 börn eða fleiri. Er það því i raun og veru á valdi foreldranna, hvort skólaskyldan færist upp um eitt ár, eða hvort henni lýkur við 14 ára aldur, eins og að undanförnu. Þá er i fyrsta sinn lögfest fyrirkomulag hinna hagnýtu eða próflausu gagnfræðaskóla*). Samkvæmt nýju lögunuin liefir kennslustundum fjölgað sem svarar 5 klst. á viku fyrir hvern aldursflokk. Þá er í lögunum gert ráð fyrir samfærslu á skól- um í sveitunum. Er lalið, að með því ákvæði sé stigið mikils- *) Sjá grein Jens Möllers, „Den Praktiske Mellemskole“, Menntamál, okt.—des. 1936.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.