Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Side 77

Menntamál - 01.12.1937, Side 77
•menntamAl 235 embætta. í 4 borgum lýðveldisstjórnarinnar hafa verið settir á slofn menntaskólar fyrir verkamenn. Aðferðir til að velja góf- uðustu nemendur í æðri skóla hafa verið endurbættar og fá- tækum nemendum veittir námstyrkir, styrkir til bókakaupa, ó- keypis dvöl i heimavist o. s. frv. (Samkvæmt skýrslu fulltrúa kennslumálaráðherra Spánar á þinginu í Genf). Tyrkland. í Ankara hefir verið stofnaður leiklistarskóli. Verð- ur hann rekinn af ríkinu. Námsgreinar eru: Söngur, svipbrigða- list, framsagnarlist, dans, leikfimi, bókmenntir, listasaga og er- lend mál. Námstími óperuleikara er 5 ár, en gamanleikara 3 ár. (Heimild: Informations Pedagogiques Internationales No. (5, 1937;. Þýzkaland. Helztu breytingar, sem orðið hafa á skólakerfi Þýzkalands s.l. skólaár lúta að menntaskólunum (höhere Schule). Hafa verið gerðar á þeim gagngerðar breytingar. Takmarkið er fullkomin samræming allra menntaskóla í landinu. Er það talið jjvi nauðsynlegra, þar sem þessir skólar hafa verið mjög sund- urleitir lil þessa. Þannig hafa verið 4(i tegundir menntaskóla fyrir drengi, en 32 fyrir stúlkur. Upphaf hins nýja fyrirkomulags var það, að kenuslumálaráð- herrann gaf út tilskipun 20. apríl 1930. Þar er kveðið svo á, að menntaskólar fyrir drengi skuli aðallega vera nútímamála skólar. Þó fá nokkrir fornmálaskólar (Gymnasium) að starfa áfram. Ennfremur er ákveðið í tilskipuninni, að enska skuli vera fyrsta og helzta erlenda málið, sem kennt er í hinum al- mennu menntaskólum. Latina gengur næst í drengjaskólunum, en þriðja málið er franska. f kvennaskólunum er latínu sleppt, en franska kemur þar næst á eftir enskunni. Þegar 5. bekk menntaskóla fyrir drengi er lokið, skiptist skólinn i máladeild og stærðfræði- og vísindadeild. Alls tekur menntaskólinn 8 ár. Er það einu ári skemur en áður var. Bréfaskriftir milli nemenda i menntaskólum Þýzkalands og nemenda í erlendum skólum hafa sifellt farið vaxandi og hafa yfirvöldin verið þess mjög hvetjandi. (Samkvæmt skýrslu þýzku sendinefndarinnar á þinginu í Genf i júlí í sumar). Prentvilla. Efsta linan á bls. 127 í síðasta hefti Menntamála á að vera þannig: Minnast á hina merku útgáfustarfsemi Rous- seau-skólans. Út-.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.