Menntamál


Menntamál - 01.12.1937, Side 78

Menntamál - 01.12.1937, Side 78
236 MENNTAMÁL Gunnar M. Magnúss: Suður heiðar. Saga frá Lyngeyri. Gunnar M. Magnúss er áður þekktur að því, að geta skrifað skemmtilega fyrir börn. Börnin hafa tekið sumum fyrri bóka hans með mikilli ánœgju og sótzt eftir að lesa þær. Nægir því til sönnunar að benda á, að fyrsta útgáfa af „Börnunum frá Víðigerði", seldist upp á örstuttum tíma og önnu útgáfan er ná- lega uppseld. Þessi nýja bók Gunnars hefir ýms beztu einkenni „Barnanna frá Víðigerði“. Hún er fjörlega skrifuð, og viðburðarík, stí 11 og efni við hæfi barna og unglinga, en þó skemmtileg og gagnleg fullorðnum. En „Suður heiðar“ tekur hinum fyrri bókum G. M. M. langt fram um margt. Efnið er tekið fastari tökum, frá- sögnin raunhæfari og sannari, hógværari, en þó áhrifameiri og kröftugri. Er ég í engum efa um, að þessi bók G. M. M. er meðal þess allra bezta, sem skrifað befir verið á íslenzku fyrir börn og' unglinga. Og ekki kæmi mér á óvart, þótt hún yrði i'yrr eða síðar þýdd á erlend mál. Hitt er víst, að íslenzk börn munu lesa ’hana hugfangin sér til aukins þroska. Ég myndi óska mínum börnum meira af svipuðu lesefni og „Suður heiðar“ iiefir að flytja. Vænti ég, að fleiri foreldrum, sem kynnast bókinni, fari svo, og gjaldi G. M. M. þakkir fyrir. S. Th. Vertu viðbúinn. 15 drengjasögur. Aðalsteinn Sigmunds- son hefir samið og þýtt. Útgefandi: ísafoldarprent- smiðja h.f. 1937. Bók þessi er nýkomin út. Nafnið, vertu viðbúinn, er einkunnar- orð skátanna. Ein sagan í bókinni heitir þessu nai'ni, en allar eru þær í ætt við skátahreyfinguna, eða a. m. k. sprottnar úr samskonar jarðvegi. Enda er höfundurinn skátaforingi, og einn þeirra manna liér á landi, sem bezt virðist hafa kynnt sér og skilið uppeldishugsjónir liins snjaila æskuleiðtoga, Baden Powells. Sannir skátar eru náttúrudýrkendur og elska útilif. Þeir leggja gjarna land undir fót, á fáförnum slóðum, mcð nesti og tjald á baki. Á kvöldin er kveikt bái nærri tjaldstað, sezt að snæðingi og sagðar sögur. — Drengjasögurnar 15 í bókinni hans Aðal- steins eu einkar vel tii þess fallnar að vera sagðar við elda úti i skógi eða í lækjarhvammi uppi til fjalla. Og trúað gæti ég,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.