Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 8

Menntamál - 01.12.1939, Qupperneq 8
134 MENNTAMÁL sem ætla mætti af reynslu síðustu tíma, að gætu orðið viðfangsefni allra næstu ára. Fyrst vil ég minnast á smábarnakennsluna. í flestum nágrannalöndum vorum hafa umbætur á skólamálum byrjað og orðið mestar á meðferð og námsskilyrðum yngstu skólabarnanna. Hér má að vissu leyti segja það sama. Ýmsar athyglisverðar nýjungar hafa verið reyndar í smá- barnabekkjum og skólum hér á landi. En betur má ef duga skal. Stefnu næstu ára mun mega einkenna með þessum fáu orðum: Meiri hreyfing, meira hlutrænt starf. Því yngri, sem börnin eru, því meiri þörf hafa þau fyrir að vera á sífelldri hreyfingu og þeim mun naúðsynlegra er þeim einnig að þreifa á og handfjalla sem flest af því, er þau eiga að skilja og festa sér í minni. Þessvegna munu líka kennsluaðferðir í þeim námsgreinum, sem eru þunga- miðja smábarnakennslunnar, svo sem í lestri, skrift og reikningi, breytast meir og meir til samræmis við þessar staðreyndir. Byrjunarkennsla í lestri til dæmis mun færast í það horf, að börnin fái að þreifa á og leika sér að hlut- unum samtímis sem þau læra að lesa nafnorðin er tákna þá. Svipað gildir um ýmsa eiginleika hlutanna, sem tákn- aðir eru með lýsingarorðum, t. d. um lögun, liti, yfirborð, rúmtak og afstöðu hlutanna, og á sama hátt mundu börn- in verða látin leika ýmiskonar verknað og athafnir, sem í sagnorðunum felast. Þannig geta þau orðið læs án þess að vita af því, að þau séu að læra að lesa, og með því að læra ótal margt annað, sem þeim er nauðsynlegt og þroska- vænlegt að kunna skil á. Líku máli gegnir um skriftina. Einnig þar verður undirstaðan lögð með ýmiskonar hreyfi- starfi. Börnin byrja á því að skrifa stórgerðar rissmyndir, stafi meðal annars, á veggtöfiu, á stór blöð á borðum eða gólfi og jafnvel með prikum í sand eða snjó, þar sem því yrði við komið. En jafnframt eru hinir óþroskuðu vöðvar handar og fingra æfðir með margskonar leikjum og starfi, t. d. með því að þræða perlur upp á band, með því að móta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.