Menntamál - 01.12.1939, Page 27

Menntamál - 01.12.1939, Page 27
MENNTAMÁL 153 fyrir framleiðslustörfunum, aðeins 6%, og aðeins 3% velja sér húsmóðurhlutskiptið, og hygg ég að þetta tvennt sé éng- in tilviljun. í fyrsta lagi vegna þess, að framleiðslustétt- irnar hafa átt við óvenju mikla erfiðleika að stríða að und- anförnu, og í öðru lagi af vaxandi flótta frá líkamlegri vinnu. Annars skal þess getið, að tilraun þessa gerði ég mér til gamans, fremur en að ég byggist við nokkrum merkiiegum niðurstöðum, og í sama tilgangi birti ég þetta hér. En ef eitthvað skyldi nú vera á svona spurningum og svörum að byggja til þess að sjá hvert hugir barnanna hneigðust, þyrfti þessi eftirgrennslan að fara fram í marg- falt víðari hring í sem flestum skólum landsins. Og gæti þá verið fróðlegt að vita hvort nokkur rauður þráður fynd- ist liggja þar í gegn, og hvert hann lægi. Hannes J. Magnússon. Stærðfræði iii. Allur þorri 7 ára barna, þeirra sem ég hefi kynnst, hefir kunnað að telja upp yfir 20, og mörg kunna að telja yfir 100. Þau hafa flest kunnað að greina milli tveggja talna (innan þeirra takmarka, sem þeim var kennt að telja að) hver hærri væri, og mörg þeirra hafa verið nokkuð leikin að reikna, einkum telpur. Hinsvegar hefir fjöldaskynjun þeirra og gildismat, jafnvel lægstu talna, verið mjög ó- glöggt, og eins stærðarmat hluta. Fæst þeirra hafa kunnað

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.