Menntamál - 01.12.1939, Side 32

Menntamál - 01.12.1939, Side 32
158 6 : 2= 6 : 1= MENNTAMÁL %= °/o= 6X 0 OX 6 0 : 6 3., 4., 5. og 6. æfingin eru undirbúningur undir frádrátt- inn. Bezt er aö reikna frádráttinn sem samlagningu, þar sem summan er þekkt og annar (eða allir nema einn) lið- urinn, en hins (eða eins) liðarins er leitað. (Liður — sam- íeggjandi.) Pétur og Páll reru á sjó og drógu 6 ýsur. Pétur dró 4 þeirra, hve margar dró Páll? Hér er frádráttardæmi, því að Páll hefir dregið það, sem eftir er af 6 ýsum, þegar Péturs 4 eru frátaldar. Við skrifum því 6—4=2. En þetta má reikna á tvo vegu: 1. Af 6 ýsum hefir Pétur dregið 4 (þá 1., 2., 3. og 4.). Þá eru sú 5. og 6. eftir, það eru 2 ýsur). Afganginn hefir Páll dregið. Þetta er orðað: 4 frá 6 eru 2 eftir. 2. Pétur dró 4 ýsur. Páll hefir dregið 2, því að báðir drógu þeim 6 ýsur. Það er orðað: 4 og 2 eru 6. Síðari aðferðin er í allan máta hentugri, og því rétt að nota hana frá upphafi, þótt munur þeirra komi ekki glögg- lega fram fyrr en tugir og hærri tölur eru tekin til með- ferðar. Æfingarnar 10, 11 og 12 eru undirbúningur undir deil- ingu. Að deila þýðir: ad skipta, og er í stærðfræðinni tíðast notað um að skipta i jafna hluti. Það verða börnin að skilja vel, eins og önnur orð, sem notuð eru. Deilingarmerkin eru tvö*) og notuð jöfnum höndum, eftir því hvort betur fer í hvert sinn. Við skrifum 1 y5 en ekki l-)-l : 5 aðeins vegna þess að hið fyrra er styttra og einfaldara. Hinsvegar skrifum við 6 : 2 fremur en °/2, vegna þess að hið síðara fer verr í línu, nema það sé óþægilega smátt skrifað. Það er því alveg sjálfsagt að kenna börnun- *) Ég tel ekki hin algerlega óþörfu merki: 2) 6 (3; 2) 6 og 2) 6 = 3,

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.